Húnavaka - 01.05.1972, Page 189
HÚNAVAKA
187
bæði Skákþing Húnvetninga og
Hraðskákmót Húnvetninga og
engin þátttaka var úr Húnavatns-
sýln á Skákþingi Norðlendinga,
sem haldið var á Húsavík.
Jónas Halldórsson.
FRÉTTIR FRÁ 1ÍRIDGEFÉLAGI
BLÖNDUÓSS.
Starfsemi félagsins á s.l. ári hófst
með sveitakeppni, með þátttöku
8 sveita. — Spilað var á Hótel
Blönduósi á mánudagskvöldum,
32 spil í umferð.
Úrslit urðu þessi:
1. Sv. Ara Hermannssonar 109 st.
2. Sv. Sigurðar Kr. 107 st.
3. Sv. Sveins Ellertss. 85 st.
4. Sv. Guðm. Theodórss. 82 st.
Að sveitakeppninni lokinni
fór fram tvímenningsmót og
tóku 16 pör þátt í mótinu.
Helztu úrslit urðu þessi:
stig
1. Ari Herm - Ari Einarss. 1.201
2. Sveinn E. - Jón Karlss. 1.195
3. Þorst. S. - Grímur Eir. 1.141
4. Friðrik I. - Guðm. Th. 1.136
Síðast í fyrravor kepptu svo fé-
lagar úr B. B. ásamt fleiri Húnv.
við Húnvetninga búsetta í
Reykjavík, að Hreðavatnsskála,
og skildu liðin jöfn.
I haust hófst svo starfsemin
með firmakeppni, þátttaka varð
12 pör. Keppt var um veglegan
bikar er Sölufél. A.-Hún. gaf til
keppninnar, ennfremur voru
þrem efstu pörunum veittir
verðlaunapeningar.
A s.l. ári var fyrst keppt um
nefndan liikar og vann hann þá
Hótel Blönduós. Spilarar: Þor-
steinn Sigurjónsson og Sigurður
Þorsteinsson.
Nú í vetur urðu úrslit eftir-
farandi, 4 efstu pör:
1. Sölufél. A.-Hún. Ari H. - Ari E. 623 stig
2. Mjólkurstöðin Sig. Kr. - Þorm. 605 stig
3. Trefjaplast h.f. Sig. Þ. - Vignir 596 stig
4. Búnaðarbankinn Sveinn - Bergur 577 stig
Hinn 30. des. s.l. fór svo fram
minningarmót um Þorstein Sig-
urjónsson frv. formann félagsins,
en hann lézt á s.l. ári.
Þátttaka í Þorsteinsmótinu var
mjög góð, eða 12 sveitir. Spilað
var með útsláttarfyrirkomulagi
og urðu sigurvegarar sveit Brig-
itte Vilhelmsdóttur, en auk
hennar skipuðu sveitina Sigur-
lau° Hermannsdóttir, Þuríður
Hermannsdóttir og Gréta
Björnsdóttir. Önnur varð sveit
Sigursteins Guðmundssonar, auk
hans Jón Karlsson, Sveinn Ell-
ertsson og Bergur Felixson, og
þriðja sveit Ara Hermannssonar
ásamt Ara Einarssyni, Hallbirni
Kristjánssyni og Pétri Péturssyni.