Húnavaka - 01.05.1972, Page 204
202
HÚNAVAKA
Tannlakningateekin nýju
á Skagaströnd.
Þorlákshöfn, fékk hann á sig sjó
við innsiglingnna í Þorlákshöfn,
svo honum hvolfdi og sökk, en
mannbjörg varð.
Hafís var um tíma úti fyrir
Skaga og stóran borgarísjaka rak
inn flóann.
Nyrzti bær í Húnaþingi eru
Ásbúðir á Skaga. Þann 18. febrú-
ar var ís landfastur við Skaga og
mikinn ís að sjá undan landi. Þá
sá Árni Ásmundsson, bóndi þar,
ísbjörn á ísnum. Var þetta um
fimmleytið. ísbjörn þessi mun
hafa gengið á land um nóttina,
en varð eigi unninn er menn
freistuðu þess, heldur komst út
á ísinn aftur.
Hafnarmál: Dýpkunarskipið
Grettir kom í október, á vegum
Vitamálaskrifstofunnar, og var
hér á annan mánuð. Gróf það í
höfninni og dýpkaði hana, en
grunnt var orðið við bryggju og
hafnargarð. Gróf skipið við báta-
bryggjuna og hafskipabólverkið
og var að þessu mikil bót. Þá var
á þessu ári rifinn löndunarkrani
Síldarverksmiðju ríkisins, er var
á annarri bryggjunni og hafði
verið ónotaður um árabil.
Vatnsveitan: Endurnýjaðar
voru vatnsæðar í tveimur aðal-
götum bæjarins, með plaströr-
um. Hefur vatnsleiðslan frá
stíflu í Hrafná, til þorpsins, öll
verið yfirfarin.
Á Kaupfélagshúsinu á Skaga-
strönd fór fram gagnger viðgerð
á miðhæð hússins, sem er til mik-
illa bóta. Voru bæði frambúðin
og nærlagerinn innréttuð að
nýju og gólf lögð gólftexi. Ný
innrétting í búðinni og af-
greiðsluborð. Þá var öll hæðin
máluð að nýju og komið fyrir
nýrri lýsingu, eftir kröfum tím-
ans. Mjólkurkælikerfi og djúp-
frystiborði einnig komið þar
fyrir.
í Hólanesbúð K. H. hefur ver-
ið gerður kæliklefi fyrir mjólk.
Þá var keyptur nýr brunabíll
frá Englandi. Er hann með drif
á öllum hjólum og er því góður
í ófærð. Bíllinn hefur 1500 lítra