Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 8
1
KIRKJUÞING 1985
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar, hið 16. í röðinni
hófst meó guðsþjónustu i Þingvallakirkju, þriójudaginn 22.
október 1985. Séra Jón Einarsson prófastur, Saurbæ,
predikaði. Altarisþjónustu önnuðust séra Heimir Steins-
son, sóknarprestur,Þingvöllum og séra Sveinbjörn Svein-
björnsson prófastur, Hruna. Kirkjumálaráðherra, Jón
Helgason, las textana. Orgelleikari var Einar Sigurósson.
Að guðsþjónustu lokinni voru kaffiveitingar á heimili
prestshjónanna á Þingvöllum, frú Dóru Þórhallsdóttur og
séra Heimis Steinssonar, í boði þeirra og Þingvalla-
nefndar.
ÞINGSETNING 1 ÞINGVALLAKIRKJU,
herra Pétur Sigurgeirsson,biskup
Hæstvirtur kirkjumálaráðherra, viróulegu gestir og kirkju-
þingsmenn. Verió öll hjartanlega velkomin til þingsetn-
ingar í Þingvallakirkju.
1 upphafi minnist ég tveggja kirkjuþingsmanna, sem látist
haf a.
Þann 31. júli s.l. andaóist séra Gunnar Árnason, fyrr-
verandi sóknarprestur í Kópavogi, 84 ára gamall. Séra
Gunnar var fæddur á Skútustöðum vió Mývatn 13. júni 1901.
Hann var sonur prestshjónanna þar séra Árna prófasts
Jónssonar og Auðar Gísladóttur. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum i Reykjavik 1921 og kandidat i guðfræði frá
Háskóla Islands 1925. Bæði áður og eftir aó séra Gunnar
lauk háskólaprófi fór hann i námsferðir erlendis, sótti
ráðstefnur og þing á Norðurlöndum, m.a. var hann einn af
þeim er sat fyrir Islands hönd fyrsta alheimsþing kirkj-
unnar i Stokkhólmi 1925.
Séra Gunnar var vigóur sóknarprestur i Bergsstaðapresta-
kalli 18. október 1925, og eru þvi rétt orðin 60 ár frá
vigsludegi hans. Hann sat á ffisustöóum i Langadal og segja
má aó þjóðbrautin liggi þar um hlaðió, - enda áttu þar
margir leió um og nutu gestrisni þeirra hjóna. -
Eiginkona séra Gunnars, Sigrióur Stefándsóttir prests á
Auókúlu, Jónssonar, andaðist árió 1970.
Eftir 27 ára prestsþjónustu aó Æsustöóum var séra Gunnari
veitt Bústaóaprestakal1 árió 1952. Þegar þvi prestakalli
var skipt varó séra Gunnar prestur i Kópavogsprestakal1i
og var þar sóknarprestur til 1971 er hann fékk lausn frá
embætti fyrir aldurs sakir.