Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 64
57
sáttmála," "sakramentismáltíð, þar sem kærleika Guðs í Jesú
Kristi er í sýnilegum táknum miðlað til vor."
I kaflanum er lögð áhersla á, að í máltíð Drottins sé miðlað
til vor gjöf hjálpræðisins samkvæmt fyrirheiti Krists.
"Kristur tengist oss, er vér neytum brauðs og vins í heil-
agri máltíð. Guð er sá er gefur líkama Krists líf og endur-
nýjar sérhvern lim hans. 1 samhljóðan við fyrirheit Krists
þiggur hver skírður limur likama Krists fullvissu um fyrir-
gefningu syndanna (Mt. 26.28) og fyrirheit um eilíft líf
(Jh.6.51-58) er hann gengur til altaris" (2.gr.). "Orð og
atferli Krists vió innsetningu heilagrar máltíðar eru miðlæg
í athöfninni. Máltið Drottins er sakramenti likama og blóðs
Krists, sakramenti hans raunverulegu nálægöar" (13.gr.).
"í heilagri máltið safnar Kristur kirkjunni saman, kennir
henni og nærir" (29. gr.).
Þessi áhersla er miðlæg i íhugun kirkjunnar á öllum öldum um
máltið Drottins. Ennfremur er hún höfuðatriði i kenningu
kirkju vorrar um altarissakramentið.
Þróunin hjá oss hefur hins vegar verið sú, að staðnæmst
hefur verió við þessi atriði, en önnur látin liggja i
þagnargildi. Meóal þeirra eru þau fimm, sem talin eru i 2.
gr. og máltið Drottins er siðan skoðuð út frá i 3.-26. gr.:
Máltið Drottins sem þakkargjörð til Föóurins, minning
Krists, ákall til Heilags anda, samfélag trúaóra og mál-
tiðin i Guðs riki
Vér könnumst viö þessi áhersluatriði úr þeirri endurskoðun á
máltið Drottins sem farió hefur fram innan kirkjudeildar
vorrar undanfarna áratugi og hafa mörg þeirra komió fram i
sambandi við endurnýjun guðsþjónustulifsins hér hjá oss á
siðustu árum.
Vér þökkum heilshugar áhersluna á verk heilagrar þrenningar.
Vér höfum lengst af hugsað um athöfnina út frá Kristi einum.
Þrenningaráherslan itrekar dýpt athafnarinnar, tengir sköpun
og endurlausn og opnar vidd vonarinnar.
í kaflanum er snert á viðkvæmum ágreiningsmálum meóal krist-
inna manna svo sem viðvikjandi nærveru Krists og messu-
fórninni. Áherslan á raunverulega nálægð Krists er sterk,
en kirkjurnar eru samt sem áður spuróar, hvort unnt sé að
umbera ákveðinn ágreining varðandi skilgreinigu á nærverunni
innan ramma samsinnisins i textanum.
Islenska kirkjan tekur jákvætt undir þá spurningu. 1 vorum
augum er mikilvægt að sjá, að nálægðin er tjáð á þann hátt,
aö i athöfninni eigi sér stað þaó sem minnst er og Kristur
komi með afleiðingar hjálpræðisins inn i lif kirkjunnar i
máltió Drottins.
I athugasemd vió 8. gr. er spurt, hvort hægt sé að endur-
skoða ágreininginn um messufórnina út frá bibliulega hug-
takinu "minning" og er islenska kirkjan reiðubúin að hefja
athuganir á þvi atriði, enda hefur hún ætió lagt áherslu á
nærveruna.