Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 132
123
15. gr.
öll leiói í kirkjugarði, sem þekkt eru, skulu auðkennd með
tölumerki, er samsvarar tölu þeirra á legstaóaskrá, sbr.
þó 2. mgr. 9. gr. Sá er setja vill minnismerki á leiði,
skal fá til þess leyfi kirkjugarðsstjórnar, sem ber að sjá
um, að minnismerkió sé traust og fari vel. Eigi má setja
giröingar úr steini, málmi, timbri, plasti eða sambærilegu
efni um einstöku leiði eða fjölskyldugrafreiti. Eigi má
gera grafhýsi í kirkjugarói.
Ágreiningi um þessi atriði má skjóta til skipulagsnefndar
kirkjugaróa.
16. gr.
Vanræki hlutaðeigendur að hiróa sómasamlega um gróöur á
leiði, er kirkjugarðsstjórn heimilt að láta þekja og
hreinsa leiðió á kostnað þeirra eða kirkjugarósins. Meó
sama hætti er heimilt aó fjarlægja af leióum ónýtar eða
óviðeigandi giróingar og minnismerki, en gera skal þá
aóstandendum viðvart áður, ef kostur er, og jafnan haft
samráð i þessum efnum viö sóknarprest, í Reykjavíkur-
prófastsdæmi viö dómprófast. Minnismerkjum, sem fjarlægó
eru, skal aö jafnaði komió fyrir á vissum staó í garóinum,
þar sem best þykir á fara aó dómi héraósprófasts. Þetta
gildir og um minnismerki á þeim gröfum, sem eldri eru en
75 ára og enginn hefur óskaó friðunar á. Séu slík minnis-
merki flutt, skal upprunalegur staóur þeirra merktur
greinilega samkvæmt öórum ákvæðum þessara laga.
Kirkjugarósstjórnum er heimilt aó láta hefja gömul
minnismerki úr moldu, ef þörf krefur. Enn fremur er þeim
heimilt að láta smíóa hlífóarstokka um þá legsteina, er
þjóðminjavörður tiltekur. Kostnaó, sem af þessu leióir,
ber hlutaóeigandi kirkjugarði að greiða.
17. gr.
Þegar likbrennsla fer fram, er skylt að búa um öskuna í
þar til geróum duftkerjum. Kerin skal grafa niöur í
grafarstæði eóa leiði enda liggi fyrir fullt samkomulag
aðstandenda. Dýpt duftkersgrafar skal vera 1 metri.
Kirkjugarðsstjórn getur ákveöið sérstakan reit í
kirkjugarði fyrir duftker og sé stærð hvers leiðis jafnan
hin sama, um 1/2 fermetri. Nöfn þeirra, sem duft er
varðveitt af i kirkjugarói, skal rita á legstaðaskrá og
kerin og grafirnar tölusettar, sbr. þó 2. mgr. 9. gr.
ðheimilt er aó varðveita duftker annars staóar en i
kirkjugaröi.