Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 92
85
5. Um ráðningu fræðslustjóra og annarra starfsmanna
fræðsludeildar fer eftir þeim reglum, er gilt hafa
varðandi ráðningu æskulýðsful1trúa.
III.
Varðandi frekari verkefni fræðsludeildar og framkvæmd
þessa máls gerir kirkjuþing svolátandi samþykkt:
1. Auk þeirra mála, sem nefnd eru í lió II, 1-4, lýtur öll
önnur kirkjufræðsla í landinu stjórn hinnar nýju deild-
ar. Má þar nefna fermingarfræðslu, unghjónafræðslu,
fullorðinsfræðslu og umsýslu aldraðra.
Fræðsludeild lýkur þeirri námsskrárgeró fyrir kirkju-
fræóslu, sem hafin er á vegum kirkjufræðslunefndar.
Fræðsludeild sér og um endurnýjun námsskrár við
breyttar aóstæóur.
Útgáfa fræósluefnis á vegum þjóðkirkjunnar lýtur
forræði og úrskurói fræðsludeildar. Sama máli gegnir
um nýjungar i fjölmiðlun og fræðslutækni svo sem
myndbandavæðingu og annað henni líkt.
Athuga ber, hvort ekki sé eðlilegt, að söngmálastjórn
þjóðkirkjunnar (Tónskólinn) sem um gilda sérstök lög
tengist fræðsludeild. Sama máli gegnir um aðrar
menntastofnanir á vegum kirkjunnar (Skálholtsskóli,
Langamýri) og Otgáfuna Skálholt.
2. Fræðsludeild hefur til ráðuneytis nefndir þær, er
hingaó til hafa fengist vió þau efni, er deildin
annast, enda gerir fræðsludeild tillögur til biskups um
endurskipulagningu nefnda þessara.
3. Kirkjufræðslunefnd setur fræðslustjóra ýtarlegt
erindisbréf með samþykki biskups. Fræðslustjóri setur
öórum starfsmönnum fræósludeildar erindisbréf og
ákvarðar verkaskiptingu þeirra i samráði vió
kirkjufræðslunefnd og með samþykki biskups.
IV.
Kirkjuþing felur biskupi og Kirkjuráói að hrinda efni
þessarar samþykktar í framkvæmd í samráði við alla þá
aðila, er málið varðar og aó tryggja fræðsludeild og
nefndum hennar vióunandi fjárhagsgrundvöl1 með rækilega
rökstuddri kostnaðaráætlun.
Fræðsludeild taki til starfa eigi sióar en í ársbyrjun
1987.