Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 100
93
INNGANGUR að námsskrá vegna kirkjufræðslu
Um eðli og hlutverk kirkjunnar
"Kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er
kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta."
Svo segir í Ágsborgarjátningu
Kirkjan er ekki sýnileg nema í lífi hinna trúuðu, í
guósþjónustu þeirra og þjónustu við náungann. Þetta líf
hefst í skírn.
Skirnin byggir á oróum Jesú: "Skírið þá í nafni föður,
sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það,
sem ég hef boóið yður."
Samkvæmt þessu er þaó hlutverk kirkjunnar aó fræða hinn
skíróa til þess aó hann lifi sem kristinn maóur i
kirkjunni og í heiminum.
Kirkjan er heilög vegna þess að það er Guð, sem kallar
kirkjuna, leiðir hina skíróu og helgar líf þeirra og sam-
félag. Kirkjan er ávöxtur af kalli fagnaðarerindisins og
einnig rödd þess. Hún er líkami Krists, er fram ber
náðarmeóulin til aó skapa skilyrói trúar.
Kirkjan er söfnuóur manna, sem leitast við að lifa í sam-
ræmi vió fagnaóarerindið. Orðið "kirkja" í þessu samhengi
á ekki við ytra skipulag eða kirkjustjórn, heldur er
kirkjan söfnuóur heilagra, þar sem hver og einn á meó
hjálp safnaðarins aó uppgötva sínar sérlegu gjafir og nota
þær til aó uppbyggja kirkjuna í heild.
2. Um þörf stefnumörkunar
Yfirskrift allrar kirkjufræðslu gæti verið: "Sælir eru
þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það."
Kirkjan leggur mönnum lið við að "heyra" oró Guðs,þ.e.
læra allt þaó, er hann boóar og býður, og "varðveita" hið
sama, vaxa í trú og kristilegri breytni. En hvers væntir
kirkjan af þeim, sem eru "sælir"? Með hvaða hætti birtist
sú "varðveisla" Guðs orós, sem þeim er ætluð?
Væntanlega "heyra" menn orðið í guðsþjónustunni og vió
önnur þau tækifæri, er bjóðast til predikunar og annarra
fræóslu. En spurningin sem kirkjufræðslufólk hlýtur að
leitast við aó svara, er þessi: Hvað eiga hinir "sælu" að
aðhafast endranær?
Komið hefur fram, að heppilegra væri að nota oróið
"leiðarlýsing" en "skrá", þegar rætt er um fræðslu
kirkjunnar. Líf kristins manns er fremur verkefni en
námsefni, og er þó hvort tveggja öðru skylt. Leiðarlýsing
skírskotar til atferlis og æviþráðar fremur en námsáfanga.