Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 102
95
börn til skírnar. Líta má á alla kirk juf ræðslu sem
skírnarfræóslu i einni eóa annarri mynd, innihald hennar
er ætíð þaó sem skirn einstaklingsins felur i sér.
Sömuleióis er bent á þann skilning, að i skirninni veróum
vió limir á likama Krists, "þar með hefur Jesús Kristur
tekió okkur inn i kirkju sina", söfnuó sinn (sbr. 1.
kafla). Við eignumst hlutdeild i Kristi og samfélagi
kirkju hans. Kirkjufræósla hlýtur aó leggja mikla áherslu
á að fræða alla um nauósyn ábyrgrar þátttöku i fjölþættu
lifi kirkjunnar, ekki aðeins um þekkingarartiói.
Sérstök greinargerð um meginþætti fermingarfræðslunnar
getur oröió leiðbeinandi um inntak allrar kirkjufræóslu.
Út frá guðsþjónustunni og hinu sakramentala samfélagi má
draga fram eftirfarandi meginþætti:
(a) fræósla um innihald kristinnar trúar, svo aó þekking
barnsins aukist og skilningur þess dýpki.
(b) samfélag í söfnuðinum meó jafnöldrum og öðrum, svo aó
barnið styrkist i trú af reynslu og vióhorfum annarra
og gefist tækifæri til aö tjá tilfinningar sinar á
öórum vettvangi en fræóslustundunum.
(c) tilbeiósla, bæði meó þátttöku í sameiginlegri
guðsþjónustu safnaóarins og i fræðslustundunum, sem
gefi hjálp vió sjálfstætt bænalíf. Þaó vekur
tilfinningar fyrir hinu heilaga og styrkir samfélagió
vió Guð.
(d) þjónusta meö þátttöku i áþreifanlegum verkefnum
safnaóarins, svo barnió sjái tengsl kirkju og
samfélags, orða og geróa.
Ofangreind fjögur atriði endurspegla helstu innviói
kirkjunnar og á ekkert þeirra má halla, svo barnió fái
trúverðuga og sanna mynd af henni. Einhlióa áhersla á
þátt fræóslunnar (þekkingaratriðin) eins og í Tillögum
Prestastefnu Islands 1965 og samþykkt Kirkjuþings 1972 um
fermingarfræósluna og fermingarundirbúninginn er að mati
nefndarinnar tæpast fullnægjandi. Má færa aó þvi nokkur
rök:
(a) guófræóileg Trú einstaklingsins vex ekki af þekkingu
einni sér. Fræðsla miólar aóeins grundvallarsannindum
um Guós riki, en vekur ekki trú. Guó höfóar til
mannsins alls og taka veróur mió af mismun
einstaklinga og breytilegum forsendum þeirra.
(b) uppeldis og kennslufræóileg Til þess aö ná sem
vænlegustum arangri verður aó höfóa til fleira hjá
barninu en eingöngu þekkingar og skilnings, svo sem
vióhorfa og tilfinninga, áhuga, vióbragóa og lífsmats.
(c) almenn Börn á þessum aldri hafa oft neikvæóa afstöóu
til skóla og náms (þekkingaröflunar), og hætta er á aö
fermingarundirbúningurinn fái sömu einkunn, ef hann
likist hefðbundinni kennslustund skólans.
Með þessum meginþáttum á kirkjan að nálgast manninn frá
fleiri hlióum en oft hingaó til og standa sjálf á tryggari
stoðum. Þetta má skýra meó eftirfarandi mynd: