Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 105
MÓt og námskeið; - Á árinu voru tvenns konar námskeiö me<5 erlendum leidbeín-
endum, annað i Reykjavík, hitt á Löngumýri. Starfsmenn Æskulýðsstarfsins
héldu nokkur“TéCíTtoganámskeið, auk þess fóru þeir á fjölda fermingarbarnamóta,
en það færist sífellt í vöxt að fermingarfræðslan fari fram utan heimahæjar.
- Æskulýðsfulltrúi sá um að skipuleggja fermingarbamasamverur £ Skálholtsbúðum,
ásamt. fulltrúa Skálholtsbúðanefndar. Bömin voru úr 8 söfnuðum í Reykjavík,
samtals um 500 böm. Þessi tilraun tókst fremur vel og er æskulýðsfulltrúi til-
búinn að aðstoöa við framkvæmd slíkra samvera síðar, ef áhugi er fyrir hendi.
Sumarbúðir; Sumarbúðir eru reknar á 5 stöðum á landinu, á vegum kirkjunnar,
eða í samvinnu við hana. Starfsmenn Æskulýðsstarfsins eiga að stuðla að efl-
ingu sumarbúðastarfs innan kirkjunnar. Skráning fyrir sumarbúðir Reykjavíkur-
prófastsdæmis í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi, fer fram á skrifstofu Æskulýðs-
starfsins í Reykjavík, en á skrifstofunni á Reyöarfirði er ritað inn í sumarbúðir
Prestafélags Austurlands að Eiöum.
Skrifstofur Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar eru nú 3. Á Akureyri, á Reyöarfiröi
og í Reykjavík. Skrifstofan í Reykjavík flutti ásamt fleiri stofnunum þjóð-
kirkjunnar að Suðurgötu 22. Er það til mikilla bóta, vegna þeirrar sameigin-
legu þjónustu, sem Biskupsstofa veitir. Er þess vænst að skrifstofumar verði
miðstöðvar efnismiðlvmar og upplýsinga, enn frekar en orðið er.
Erlend samskipti; - Samskipti eru mest við hin Norðurlöndin. Nýverið fór æsku-
lýðsfulltrúi ásamt formanni æskulýðsnefndar á fund norrænna æskulýðsleiðtoga.
Á fundinum var undirbúin ráðstefna, sem haldin er annað hvert ár, til skiptis á
Norðurlöndunum. Næsta ráðstefna verður £ Sviþjóð 22. - 26. mai 1986 90 mega vera
allt að 8 þátttakendur frá hverju landi.
- í haust, 16. - 19. september, verður norræn ráðstefna i Finnlandi fyrir sunnu-
dagaskólakennara. 5 þátttakendur geta komist að frá íslandi.
- Vikulega berast boð um þátttöku i ráðstefnum og námskeiðum um æskulýðsmál.
Þeir sem áhuga hafa geta fengið upplýsingar á skrifstofunni i Reykjavík.
Ár æskunnar; - Á æskulýðsdaginn var lögð áhersla á að minnast árs æskunnar.
Að visu féll æskulýðs- og fómarvika niður, vegna óviöráöanlegra ástæðna. Hún
átti að hefjast á æskulýðsdaginn.
- Starfshópur var skipaöur í byrjun ársins. í honum eru 5 aðilar, þar af einn
frá Æskulýðsstarfinu. HÓpurinn hefiir komist að þeirri niðurstöðu að fara fram á
það við sjónvarpið að búa til þætti um málefni unglinga og fjölskyldna þeirra.
Tillögur að 10 þáttum voru sendar dagskrárstjóra, frétta- og fræðsludeildar
sjónvarpsins. EndcLnlegt svar hefur ekki borist enn frá sjónvarpinu, en undir-
tektir hafa veriö jákvæðar.
- Á fundi Æskulýðsstarfsins i byrjun þessa árs, kom fram, að söfnuðir eigi að
sjá um starfsemi hjá sér tengda árinu og að hvetja söfnuði til að leggja fé til
æskulýösmála á árinu.
Starfið framundan; Ýmislegt mætti tina til, en vert er að minna á baustmótið,
sem veröur að HÓlum i Hjaltadal 30. ágúst til 1. september 1985. Er það ætlað
ungu fólki frá öllu landinu, en markmiö þess er að vekja áhuga ungs fólks á að
starfa i söfnuði sinum, enda er æskulýðsstarf safnaðarstarf.
Agnes M. Siguröardóttir
æskulýðsfulltrúi.
Friðrik J. Hjartar
formaður æskulýðsnefnáar