Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 137
128
kirkjuskoðunargjald, er greiðist af sjóói kirkjugarðs eða
eiganda heimagrafreits.
31. gr.
Heimilt er utanþjóókirkjusöfnuðum, sem hafa löggiltan
forstöðumann, að taka upp sérstakan kirkjugarð. Gilda um
upptöku hans, vióhald, afnot, stjórn, fjárhag og niður-
lagningu sömu reglur sem um kirkjugarða þjóðkirkjunnar.
Safnaóarmenn utanþjóókirkjusafnaðar, er hafa sérstakan
kirkjugarð, eru ekki skyldir til að greiða gjald til
sóknarkirkjugarósins, meðan þeir halda sinum kirkjugarði
sómasamlega við og fylgja settum reglum. Þeir eiga þá og
ekki rétt til legs í sóknarkirkjugarðinum.
32. gr.
Heimilt er kirkjumálaráðuneytinu að fengnu samþykki
kirkjugarðsstjórnar, sem hlut á að máli, og biskups aö
leyfa tilfærslu líka i kirkjugarói eða flutning þeirra i
annan kirkjugarð eða grafreit. Umsókn um slíka færslu
skal senda biskupi stilaóa til kirkjumálaráðuneytisins.
1 umsókn skal fram tekið nafn hins látna og aldur,
greftrunardagur og dánarmein, ef vitað er, svo og ástæður
fyrir umsókninni. Fylgja skal og vottoró héraðslæknis um,
að hann telji eigi sýkingarhættu stafa af likflutningnum.
Réttur aðili til aó standa að slikri umsókn eru börn hins
látna eða aðrir niðjar, eftirlifandi maki, sambúóarmaður
eóa sambúðarkona, foreldrar eóa systkin. Einnig er
kirkjugarósstjórn rétt að senda slika umsókn, ef nánir
ættingjar hins látna eru ekki lifs eða ef samþykki þeirra
liggur fyrir.
Leyfi veitist með eftirfarandi skilyrðum:
1. Héraðslæknir sé viðstaddur upptöku liksins.
2. Ef um flutning úr kirkjugarði er aó ræóa, sé likió í
sterkri kistu, er héraóslæknir telur fullnægjandi,
og hlýtt fyrirmælum hans um framkvæmd alla.
3. Ef aðeins er um tilfærslu liks innan sama kirkjugarðs
að ræða, skeri héraóslæknir úr um það, hvort þörf sé
sérstakrar kistu.
4. Enn fremur skal upptaka líks heimil samkvæmt dómsúr-
skurói.
Sóknarprestur skal jafnan vera viðstaddur upptöku líks.
Sér hann og um, að flutningsins sé getið í legstaóaskrám
kirkjugarðsins. Enn fremur skal prestur vera við, þegar
lik er þannig jarósett.
33. gr.
Kirkjumálaráðuneytió gefur út reglugeró um kirkjugarða,
þar sem sett eru um þá nánari ákvæði, rekstur þeirra,
tilhögun og stjórn.