Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 37
30
Reikningum Kristnisjóð 1984 svo og drögum að fjárhags-
áætlun 1986 var vísað til fjárhagsnefndar.
Fram komu tvö nefndarálit:
Nefndarálit meirihluta fjárhagsnefndar
rekstrar- og efnahags-reikning Kristnisjóðs pr. 31/12
1984.
Frsm. Halldór Finnsson.
Fjárhagsnefnd ræddi reikninga þessa á 5 fundum. Sr. Magnús
Guðjónsson, biskupsritari sat 2 fundi með nefndinni og
Sigurður Hermundarson, deildarstjóri hjá ríkisendur-
skoðanda, og starfsmaður Biskupsstofu í hlutastarfi, sat
einn fund með nefndinni, ásamt sr. Magnúsi. þeir gáfu
greinargóðar upplýsingar og útveguðu nefndinni ljósrit af
bókhaldsgögnum, sem um var beðið.
1. Rekstursreikningurinn, sem er skilmerkilega
uppfærður og sundurliðaður, gaf aðeins tilefni til
fyrirspurnar um liðinn "Þátttaka i rekstri Biskups-
stofu kr. 84,500.00". Sigurður Hermundarson upplýsti
að Biskupsstofu væri reiknuð tilsvarandi þóknun fyrir
rekstur 4 sérsjóða í vörslu embættisins, samtals kr.
344,500.00, árið 1984.
Nefndin fagnar því aó aukin hefur verið greiðsla til
fátækra safnaða skv. lið 4, frá þeim drögum að
fjárhagsáætlun, sem lögð var fyrir kirkjuþing 1983 -
því eins og fram kom í nefndaráliti telur nefndin það
eitt af höfuðverkefnum skv. lögum Kristnisjóðs að
styrkja fátæka söfnuöi.
Nefndin fékk lista yfir þá söfnuði, sem hér um ræóir.
Við samanburð á greiðsluyfirliti frá 1984 sést að
tveir liðir hafa ekki verió greiddir út, þ.e. lióur
6.5 til Hjálparstofnunar kirkjunnar, kr. 50,000.00 og
liður 6.13 Nefndir kirkjuþings kr. 160,000.00, en þar
virðist hafa verið um ofáætlun að ræða.
2. Um kaup á Suðurgötu 22. Fjárhagsnefnd 1984 gerði
athugasemdir við fjarmögnun húsakaupanna og bera
reikningar 31.12. 1984 ekki meó sér að frá þeim málum
hafi verið gengið um s.l. áramót, enda kom það fram á
fundi með Sigurði Hermundarsyni, en nú mun hafa verið
frá þessum málum gengið og bjargaðist þaö að mestu
leyti meó aukafjárveitingu Ríkissjóðs í júli '85, til
húsakaupanna, kr. 10,562,000.00.
Nefndin fagnar þessum málalokum en vill um leið
árétta að frá öllum slíkum skjölum, sem þarna voru
geró sé gengið jafnóðum, en sé ekki dráttur á svo
mánuðum skiptir.