Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 129
120
sveitarfélög, eóa hluta þeirra, eftir mannfjölda i hverju
þeirra fyrir sig, þ.á.m. stofnkostnaói skv. 1. mgr.
Heimilt er, meó samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins,
aó taka eignarnámi hentuga lóó undir kirkjugaró, samkvaemt
lögum nr. 11, 6. apríl 1973.
Rétt er kirkjugarðsstjórn, ef óhæfilegur dráttur verður á
framkvæmd þeirra verka, er getur í 2.-4. málsgr. þessarar
greinar, að taka sjálf aó sér framkvæmd að nokkru eóa öllu
leyti. Gerir hún þá reikning yfir kostnaóinn aó verkinu
loknu, og sætir reikningurinn úrskuröi dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins, ef ágreiningur verður. Greiða skal
reikninginn samkvæmt úrskuröi ráðuneytisins innan mánaðar
frá því, er hann er felldur.
6. gr.
Kirkjugaróar skulu girtir smekklegri, fjárheldri giröingu
meö vönduóu sáluhliói, grind á hjörum og læsingu. Þegar
girða þarf kirkjugarð, skal leita um það tillagna
skipulagsnefndar sveitarfélagsins og skipulagsnefndar
kirkjugaróa. Aó fengnum þessum tillögum gerir safnaðar-
fundur eöa kirkjugarósstjórn, ef fleiri söfnuöir en einn
eiga í hlut, ályktun um gerö girðingarinnar. Náist eigi
samkomulag um hana vió umsjónarmann kirkjugarða, ræöur
úrskurður skipulagsnefndar kirkjugarða.
Nú er kirkjugarður fjarri kirkju, og skal þá vera klukka í
sáluhliói, stöpli eða líkhúsi.
7. gr.
Lögmætur safnaðarfundur eða kirkjugarðsstjórn, ef fleiri
söfnuóir en einn eiga í hlut, ákveður, hvenær taka skal
upp nýjan kirkjugaró eóa stækka gamlan.
Nú er þetta vanrækt, og getur þá skipulagsnefnd kirkju-
garða skipað fyrir um stækkun eóa flutning kirkjugarðs,
enda liggi fyrir álit héraósprófasts um nauðsyn þess.
Þegar gera á nýjan kirkjugarð eða stækka gamlan, skal
sveitarstjórn sjá um aó fyrir liggi umsögn heilbrigðis-
nefndar og héraðslæknis (borgarlæknis), þar sem því sé
lýst, að garðsstæói sé valið í samræmi við heilbrigðis-
reglur, og enn fremur umsögn skipulagsnefndar sveitar-
félagsins um, að skipulagsástæður standi framkvæmdinni
eigi í vegi. Gögn þessi ber síðan að senda ásamt
uppdrætti aö fyrirhuguðum kirkjugarði eöa stækkun hans til
skipulagsnefndar kirkjugarða til úrskurðar, en honum má
skjóta til kirkjumálaráðherra, er úrskurðar málið til
fullnaóar.