Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Síða 83
76
Vakin er athygli á, að ekki eru tekin upp í frv. ákvæði,er
svari til sérákvæóa 1. gr. laga 45/1926 og eigi heldur
ákvæði 5. gr. þeirra laga um sveitarstjórnarfundi o.fl. og
6. gr. um almenna fundi. Að því er varðar síðastgreinda
fundi má þó benda á ákvæði 3. gr. frv.
Athugasemdir um einstakar greinar
Um 1. gr.
Hér er lagt til, að sérstakt ákvæði verði um tilgang laganna
og er þaó nýmæli. Getur þaö haft almennt gildi um viðhorf
löggjafans til þessara mála auk þess sem það ákvæói getur
komið aó gagni almennt vió lögskýringu á einstökum ákvæðum.
Um 2. gr.
í gildandi lögum er ekki ákvæói um þaó, hverjir dagar séu
helgidagar þjóðkirkjunnar, og er það ágalli. Ör þessu er
bætt meó þessu ákvæói frv.
Svo sem fyrr er greint, er ekki lagt til, að breyting verði
gerð á því, hverjir dagar séu helgidagar, en hins vegar
felast vissar breytingar á frióunartíma í 2. gr. frv.
1. Friðunartími sunnudaga, nýársdags, skírdags, annars
dags páska, hvítasunnu og jóla og uppstigningardags er
hér kl.10 til 15, en er skv. gildandi lögum kl. 11 til
15. Stafar þetta af því, að messutími hefur nokkuó
breyst og eru messur kl. 10 nú tíðkanlegar aó vissu
marki.
2. Ákvæöi 2.-4. tölulióar eru aó öllu verulegu í samræmi
vió venjur og lög.
í 2. málsgrein er sérákvæói um skrúógöngur o.fl. 1. maí og
17. júní, þegar svo er, aó þessa daga ber upp á frióaða daga
skv. ákvæðum frv. Er þetta nýmæli, en í samræmi við fram-
kvæmd laganna.
Um 3. gr.
Ákvæöi þetta, er leggur bann vió aó trufla guðsþjónustu eöa
aórar kirkjuathafnir, er svipaðs efnis og 122. gr. 3. mgr.
almennra hegningarlaga, en virðist þó eiga hér einnig heima.
Það er til viðbótar 2. gr. aö því leyti að guðsþjónusta eða
önnur kirkjuathöfn nýtur verndar, þótt hún fari fram utan
hins markaða frióunartíma skv. 2. gr. Þá er ákvæðiö að sínu
leyti vióbót vió t.d. 4. gr., meó því aö ekki skiptir máli
hverskonar starfsemi eða háttsemi um er að ræóa, ef hún