Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 16
9
1985
16. KIRKJUÞING
1. mál
Skýrsla Kirkjuráðs
flm. herra Pétur Sigurgeirsson biskup
Fimmtánda kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju stóó dag-
ana 30. okt. til 8. nóv. 1984. Það hófst hálfum mánuði
síóar en ákveóið hafói verið vegna verkfalls, sem þá lam-
aói þjóðlifið með einstæðum hætti. Kirkjuþingið hélt 12
fundi og afgreiddi 41 mál. Ég mun nú gera grein fyrir
afgreióslu þeirra mála, sem Kirkjuráð fékk til frekari um-
fjöllunar og brautargengis.
Kirkjuráð hélt 7 fundi á starfsárinu. Þaó kom fyrst saman
þegar að loknu síðasta kirkjuþingi til þess að taka mál
þess til meðferðar.
2. mál. Frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkju
Is lands~
Ekkert mál hefur hlotió svo gagngera yfirferó og athugun í
hendur löggjafarvaldsins, sem þetta frumvarp. Eftir aó
hafa verið grundvallaó i meginatriðum í áliti starfshátta-
nefndar, var það samió af kirkjulaganefnd og þó sérstak-
lega dr. Ármanni Snævarr. Um það var fjallaó í Kirkju-
ráði, tveimur kirkjuþingum, prófasta- og biskupafundi, á
prestastefnu, i synodusnefnd auk annarra aðila, sem um það
fjölluóu.
Frumvarpió var sióan sent kirkjumálaráóherra með ósk um,
að þaó yrði hið fyrsta lagt fyrir Alþingi. Þá ósk itrek-
aói ég og stjórn Prestafélags Islands á sameiginlegum
fundi með ráöherra 7. okt. s.l.
3. mál. Undirbúningur að 1000 ára afmæli kristnitökunnar
Kirkjuþing ályktaói, aó timabært væri "að hefja undirbún-
ing að tilhögun hátiðahalda á 1000 ára afmæli kristni-
tökunnar árið 2000". Kirkjuráði var falið að skipa undir-
búningsnefnd til að leggja fram frumtillögur á þessu
þingi. Segja má, aó nefndin hafi verió skipuð "ex
officio". 1 henni eiga sæti auk biskups, séra Jónas
Gislason, dósent i kirkjusögu viö guófræðideildina, séra
Heimir Steinsson Þingvallaprestur og þjóógarósvörður.
Nefndin leggur fram álit sitt sióar á þinginu.
4. mál. Frumvarp til breytinga á frumvarpi til laga um
soknarkirkjur og kirkjubyggingar
Breytingin er þess eðlis, að einstaklingum, hagsmunasam-
tökum, atvinnufyrirtækjum eóa öðrum aðilum sé eigi leyfi-
legt aó selja i ágóðaskyni kort, myndir eóa likön af
kirkjum og orna- og instrumenta þeirra, heldur sé réttur
til slikrar útgáfu i höndum forráðamanna hverrar sóknar-
kirkju. Þessi viðbótargrein i frumvarpið var send kirkju-
málaráðuneytinu, þar sem frumvarpið biður enn, og er
reyndar hið eina frumvarp frá kirkjuþingi sem þar er i