Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 13
6
Hér hefur verió getið nokkurra mikilvægra áfanga, sem
náóst hafa til að bæta ytri aðstæður hinnar íslensku
kirkju og munu veróa starfi hennar til styrktar. En að
sjáfsögóu er það árangurinn af hinu kirkjulega starfi, sem
öllu máli skiptir fyrir íslenska þjóðfélagið í heild.
Breytni í okkar daglega lífi í samræmi vió kenningar
kirkjunnar er grundvallaratriói til að okkur takist aó
skapa hér þær aóstæóur í þjóófélaginu, aó til velfarnaóar
leiói. Tillitssemi, umburóarlyndi, réttsýni, góóvild,
velvilji og samhjálp eru þar nokkur einkunnaroró. Þjóóin
verður ekki langlif í landinu, ef andstæður þeirra, tor-
tryggni, öfund, úlfúó, metingur og skefjalaust kapphlaup
um lífsgæóin ráóa hér ríkjum, en þetta eru þær hvatir, sem
því miður viróist vera of auóvelt að sá í mannlegt eðli.
Sérstaklega eru þessar hvatir áberandi, þegar hió guólega
eóli mannsins hefur verió kæft meó neyslu áfengis og ann-
arra vímuefna og þá bætist gjarnan vió hefnigirni og
ofbeldi. Og því mióur kyndir skammsýn og ófyrirleitin
gróóahyggja undir aó haldió sé áfram á þeirri braut. Ef
til vill slævist athygli okkar vegna þess, að fréttir af
sorglegum atburðum og ógæfuverkum eru orðin tíó. Ef til
vill var þaó táknrænt, aó daginn eftir einn slíkan hörm-
ungaratburó fyrir skömmu sáu áfengissalar i Reykjavík
ástæóu til að halda sérstaka fagnaóarhátíð fyrir Bakkus,
sem sívaxandi fjöldi fólks lætur stjórna lifi sinu, en
fjölmiólar skýróu frá þessari athöfn af mikilli hrifningu.
En áróóur fjölmióla, ásamt þrýstingi af athöfnum hinna
eldri á áreióanlega stærstan þátt í þeirri sívaxandi
barnadrykkju, sem skýrslur sýna aó flæóir yfir landið.
Hér er tvímælalaust um aó ræða stærsta vandamál þjóðar-
innar, sem kirkjan má ekki loka augunum fyrir og ganga
fram hjá eins og presturinn og Levítinn foróum.
Ég tel sérstaka ástæóu til aó minnast á þetta hér vió
setningu kirkjuþings, þar sem hefja skal undirbúning aó
1000 ára afmælishátíó kristnitöku á Islandi. En þróun
þessara mála næstu 15 árin mun ekki aðeins ráóa örlögum
þeirra þúsunda Islendinga, sem fallnir veróa í valinn af
þessum sökum, ef fram heldur sem nú horfir, heldur einnig
skipta mestu máli um gæfu og gengi þjóóarinnar allrar
þegar aó þeim tímamótum kemur. Ég vil þvi bera fram þá
ósk og bæn, aó kirkjuþingi því sem nú er aó hefja störf,
megi takast aó marka þá braut í þessu máli og öórum, sem
verói til heilla og blessunar fyrir íslenska kirkju og
íslenska þjóó.
STUTT YFIRLIT UM STÖRF KIRKJUÞINGS
Formaóur kjörbréfanefndar, séra Siguróur Guómundsson
vígslubiskup flutti álit hennar, en ekkert nýtt kjörbréf
hefur aó þessu sinni borizt nefndinni.
Samþykkt var tillaga biskups aó senda frá Þingvöllum sér-
staka kveðju kirkjuþings, forseta Islands og séra Eiríki