Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 143
134
1985
16. KIRKJUÞING
12. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um verndun Krosslaugar í
Lundarreykjadal og nánasta umhverfis hennar
Flm. séra Jón Einarsson
Kirkjuþing ályktar, að í tilefni þúsund ára afmælis
kristnitökunnar veröi m.a. gert átak til verndunar Kross-
laugar í Lundarreykjadal og nánasta umhverfis hennar. Auk
laugarinnar, sem hefur verió friðlýst, verði fengin og
friðuð landspilda (ca. tveir hektarar) umhverfis laugina
þar sem hið fyrsta veröi hafist handa um ræktun skógar og
sett upp minnismerki (krossmark) með viðeigandi áletrun
árió 2000.
Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til biskups og samstarfs-
nefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar aö hafa forystu um
framgang þessa máls, en hafa jafnframt samráó og samstarf
vió forystumenn kirkjunnar i Borgarfirói og kaþólsku
kirkjuna á Islandi.
GREINARGERÐ
Þaó mun flestum kunnugt, aó Vestlendingar og Vestfiröingar
voru skírðir til kristinnar trúar í Krosslaug(Reykjalaug),
er þeir sneru heim frá kristnitökunni á Þingvöllum árið
1000. Krosslaug og Vigðalaug(Reykjalaug í Laugardal) eru
hinar merkustu minjar um kristnitökuna. Þessum helgu
stöóum ber aö sýna fullan sóma og ræktarsemi, þegar
kristnitökunnar er minnst.
1 sambandi við þessa tillögu vill flutningsmaður skýra frá
því, aó Ingimundur Ásgeirsson frá Reykjaum, bóndi á Hæli í
Flókadal, sem nú er ný látinn, skrifaði flutningsmanni
snemma á þessu ári og greindi frá þeirri hugmynd sinni og
tillögu, að i tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar
yrói fengin landspilda umhverfis Krosslaug og sett upp
minnismerki, t.d. krossmark með viðeigandi áletrun. Lagði
hann til, aö nú þegar yrði hafist handa um að giróa land-
spildu umhverfis laugina og gróðursetja þar tré, svo að
þau yrðu nokkuð úr grasi vaxin árið 2000. Hét hann á
flutningsmann sem prófast héraósins, að hann beitti sér
fyrir máli þessu vió biskup og kirkjuyfirvöld. Sjálfur
fór Ingimundur fárveikur á staðinn í byrjun ágústmánaóar
og markaði fyrir reitnum, sem hann lagði til, aó yrði
friðaður umhverfis laugina.