Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 128
119
3. gr.
Hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar er sjálfseignarstofnun
meó sérstöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar undir
yfirstjórn prófasts og biskups.
Sóknarnefnd eða sérnefnd kjörin af safnaðarfundi, sbr. 19.
gr. hefur á hendi umsjón og fjárhald kirkjugarðs, samkvæmt
því sem fyrir er mælt í lögum þessum, og er hér á eftir
nefnd kirkjugarðsstjórn.
4. gr.
Skipulagsnefnd kirkjugaróa hefur yfirumsjón með kirkju-
görðum landsins, svo sem nánar er ákveóið í lögum þessum.
1 henni eiga sæti biskup Islands, húsameistari ríkisins,
skipulagsstjóri rikisins og þjóðminjavörður, einn maður
kosinn af kirkjuþingi og annar af safnaóarráði Reykjavik-
urprófastsdæmis, báðir kosnir til 4 ára í senn.
Nefndin ræður framkvæmdastjóra kirkjugarða og setur honum
starfsreglur, og skal hann vera sérfróður um gerð og
skipulag kirkjugaróa.
Laun hans greiðast úr ríkissjóði.
5.gr.
Skylt er sveitarfélagi því (en sveitarfélag í lögum þessum
er jafnframt haft um bæjarfélög), er liggur innan sóknar,
aó láta ókeypis i té hæfilegt kirkjugarðsstæói svo og
hleóslu- og steypuefni - sand og möl- i girðingu, þó
þannig, að óbreyttar haldist kvaóir þær, er þegar eru á
jörðum og lóðum, þar sem kirkjugaróar standa.
Þar, sem ekki er völ á nægilega þurrum eóa djúpum jarðvegi
til kirkjugarðsstæóis, skal sveitarfélag kosta framræslu
og uppfyllingu landsins, svo að unnt verði að taka
nægilega djúpar grafir og ekki standi vatn i þeim.
Þar sem kirkja er ekki i kirkjugarði, leggur sveitarfélag
veg frá henni til kirkjugarðs og heldur honum akfærum,
þ.á.m. með snjómokstri, ef þvi er aó skipta. Vegur þessi
skal vera af sömu geró og tiðkast i sveitarfélaginu og meó
samskonar lýsingu, þar sem þvi verður við komió. Enn
fremur leggur sveitarfélagið til ókeypis hæfilegan ofani-
buró i götur og gangstiga kirkjugarðs ef þess er óskað.
I kaupstöðum eóa kauptúnum sér sveitarfélag fyrir nægilegu
vatni til vökvunar blóma og trjágróðurs i kirkjugaróinum,
úr vatnspipum innan garðs, þar sem viö verður komið, eða
úr brunni i nánd, þar sem engin óhollusta getur af stafaó.
Nú hafa fleiri en eitt sveitarfélag eða bæjarfélag og
hreppur eóa hreppshluti sameiginlegan kirkjugaró, og skal
þá skipta kostnaðinum niður á hlutaðeigandi bæjar- og