Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 131
122
11. gr.
Grafir skulu vera svo djúpar, að fullur metri sé frá
kistuloki á grafarbarm. Kirkjugarósstjórn getur heimilað,
að tvigrafið sé í sömu gröf, ef þess er óskaó af hálfu
vandamanna þess, er grafa á, og fyrir liggur samþykki
vandamanna þess, er þar var áóur grafinn. Skal þá
grafardýpt hið fyrra sinn vera 2 1/2 metri. Sá sem gröf
lætur taka, er skyldur til þess að láta ganga vel frá
legstaðnum, svo fljótt sem vió verður komió og slétta yfir
gröfina. Sé þetta vanrækt, lætur kirkjugarðsstjórn fram-
kvæma verkið á kostnað hlutaðeiganda.
Beinum, sem upp kunna aó koma, þegar gröf er tekin, skal
koma fyrir í gröfinni á ný, þannig að sem minnst beri á
þeim. Sé bálstofa fyrir hendi, er heimilt aó brenna allar
slíkar leifar og leggja öskuna í gröf.
12. gr.
Kirkjugarðsstjórn er heimilt aó úthluta allt aó þrem
grafarstæðum til sömu fjölskyldu, enda sé eftir því leitað
vió greftrun þess, er fyrst fellur frá. Réttur til
grafarstæóanna helst i 50 ár.
Kirkjugarðsstjórn er heimilt aó ákveða, að í tilteknum
hlutum kirkjugarðs, þar sem jaróvegsdýpt leyfir, skuli
hafa grafir á tveimur dýptum.
13.gr.
Allar grafir skulu friðaðar i 75 ár. Að þeim tima liðnum
er kirkjugarósstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða
framlengja frióun, ef þess er óskaó. Heimilt er og
kirkjugarósstjórn að frióa leiði, ef þar eru smekkleg
minnismerki og þeim vel vió haldið eða af öórum ástæóum.
Kirkjugarðsstjórnir skulu stuðla aó því, að legstaðir séu
smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.
Skógrækt ríkisins er skylt að veita kirkjugarósstjórnum
endurgjaldslaust leiðbeiningar um val og hirðingu trjáa,
er vel hæfa kirkjugörðum.
14. gr.
Kirkjugarósstjórnum er skylt aó láta samkvæmt staðfestum
uppdrætti girða kirkjugarða, leggja þar brautir og
gangstiga, gróðursetja tré og runna, slétta garóinn, ef
til þess er ætlast, halda öllu þessu vel við, láta slá
garóana reglulega með varúó og hafa þá að öllu leyti vel
og snyrtilega hirta.