Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Qupperneq 79
72
muni. Benda má sérstaklega á, aö hér á landi hefir veriö
fjallaó allmikió um sölustarfsemi i helgidagalöggjöf. Víöa
annars staóar fellur þaó svió utan helgidagalöggjafar og um
þaó er fjallað til hlítar í löggjöf um lokunartíma sölubúóa.
Ekki er kunnugt um neina félagsfræóilega rannsókn, sem
marktæk sé, um afstööu almennings til helgidaga og helgi-
dagalöggjafar hér á landi, og væri þó full þörf á slíkri
rannsókn.
II.
Ákvæóin um helgidaga og helgidagahald voru upprunalega í
kristnirétti, sbr. síðar kristnirétt Árna biskups Þorláks-
sonar, 31.-37. kap. Sú löggjöf var víótækari en helgidaga-
löggjöf síöari alda. Voru m.a. ákvæði um, að meir segðist
á brotum, sem unnin væru á helgum dögum en endranær. Vió
siöskipti uróu aldahvörf, og er talið, aö 26 messudagar hafi
veriö afnumdir meó kirkjuskipan Kristjáns III. frá 1537,
lögfest hér 1541 og 1551, en raunar bætti það lagaboð vió
helgidögum þótt i litlum mæli væri, og breytti auk þess
ákvæóum um helgidagahald öórum þræði. I Alþingissamþykkt
1552 var geró samþykkt um helgibrot, kirkjugrió og helgi-
dagahald, og er m.a. getið þar tveggja helgidaga, sem
kirkjuskipanin vék ekki aó sérstaklega, þ.e. skírdegi og
föstudeginum langa. Siöari lagaboö, m.a. kirkjuskipan
Kristjáns IV. frá 1607, lögfest hér 1621, áréttuóu ákvæöi
fyrri kirkjuskipanar (frá 1537) . Helgisiðabókin frá 1685
var ekki lögleidd hér á landi, þótt eftir henni væri farið í
ýmsum greinum. Ákvæói Dönsku- og Norsku laga frá 1683 og
1687 um helgidaga og helgidagahald og að svo miklu leyti sem
því var til aö dreifa voru ekki lögleidd hér á landi.
Tilskipunin um tilhlýóilegt helgihald sabbatsins og annarra
helgra daga frá 29. maí 1744 á rót aó rekja til pietismans,
og voru þar ströng ákvæói um helgihald og m.a. um
kirkjusókn. Tilskipun 26. október 1770 stafar frá tímum
Struensee og ber vott um frjálslyndi þeirra tíma. Voru þá
nokkrir helgidagar afnumdir. Eftir sem áóur gilti tilsk.
29. mai 1744 aó verulegu leyti. Helgidagalöggjöf Dana var
breytt meó nýjum lögum frá 1845 mjög í frjálsræðisátt.
Bárust Alþingi, er þaö var endurreist, bænaskrár um breyt-
ingar á helgidagalöggjöf. Meó tilsk. frá 1855 var komið á
nýskipan aó því er varóaói helgidagahaldió og var sú löggjöf
mjög reist á dönsku helgidagalögunum frá 1845. Var þessi
skipan ólíkt frjálslegri en hin fyrri skipan, og þótti sumum
of langt gengió sérstaklega meó aö draga úr frióun
sunnudaga. Var þessu atriói breytt meó opnu bréfi 28.
september 1860.
Þegar leió á 19. öldina, voru flutt frv. á Alþingi, er
vöróuöu þetta mál, m.a. (1893) um afnám helgidaga, skir-
dags, uppstigningadags, annars dags í páskum og hvítasunnu
og kóngsbænadags. Frv. þetta náöi aðeins fram aó ganga aó