Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 45
38
MÁLTlÐ DROTTINS
1. Að hve miklu leyti getur kirkja þín séð í þessum texta
trú kirkjunnar á öllum öldum?
Auðvelt er að sjá trú kirkjunnar á öllum öldum í textanum.
Sumt í textanum er samhljóma því sem verið hafa áherslu-
atriði í kenningararfi vorum. Annað tilheyrir vissulega trú
kirkjunnar á öllum öldum, þótt það hafi ekki verið áberandi
í arfi vorum.
Á sama hátt og i kaflanum um skírnina er bibliulegt myndmál
notað til hins ýtrasta. Blasir rikdómur myndmálsins vel
við, en þrátt fyrir það er vel haldið um miðlægu atriðin.
Máltið Drottins er "hin nýja páskamáltió kirkjunnar" með
fyrirmyndan i páskamáltið Gyðinga. Hún er "máltið hins nýja
sáttmála," "sakramentismáltió, þar sem kærleika Guðs i Jesú
Kristi er i sýnilegum táknum miðlaó til vor."
í kaflanum er lögð áhersla á, að i máltiö Drottins sé miðlaó
til vor gjöf hjálpræðisins samkvæmt fyrirheiti Krists.
"Kristur tengist oss, er vér neytum brauðs og vins i heil-
agri máltið. Guð er sá er gefur likama Krists lif og endur-
nýjar sérhvern lim hans. í samhljóðan við fyrirheit Krists
þiggur hver skiróur limur likama Krists fullvissu um fyrir-
gefningu syndanna (Mt. 26.28) og fyrirheit um eilift lif
(Jh.6.51-58) er hann gengur til altaris" (2.gr.). "Orö og
atferli Krists vió innsetningu heilagrar máltiðar eru miólæg
i athöfninni. Máltió Drottins er sakramenti likama og blóðs
Krists, sakramenti hans raunverulegu nálægðar" (13.gr.).
"1 heilagri máltið safnar Kristur kirkjunni saman, kennir
henni og nærir" (29. gr.).
Þessi áhersla er miðlæg i ihugun kirkjunnar á öllum öldum um
máltió Drottins. Ennfremur er hún höfuðatriði i kenningu
kirkju vorrar um altarissakramentið.
Þróunin hjá oss hefur hins vegar verið sú, aó staðnæmst
hefur verið við þessi atriói, en önnur látin liggja i
þagnargildi. Meóal þeirra eru þau fimm, sem talin eru i 2.
gr. og máltið Drottins er siðan skoðuð út frá i 3.-26. gr.:
Máltið Drottins sem þakkargjörð til Föóurins, minning
Krists, ákall til Heilags anda, samfélag trúaðra og mál-
tiðin i Guðs riki
Vér könnumst við þessi áhersluatriði úr þeirri endurskoðun á
máltið Drottins sem farió hefur fram innan kirkjudeildar
vorrar undanfarna áratugi og hafa mörg þeirra komið fram i
sambandi viö endurnýjun guðsþjónustulifsins hér hjá oss á
siðustu árum.
Vér þökkum heilshugar áhersluna á verk heilagrar þrenningar.
Vér höfum lengst af hugsað um athöfnina út frá Kristi einum.
Þrenningaráherslan itrekar dýpt athafnarinnar, tengir sköpun
og endurlausn og opnar vidd vonarinnar.
í kaflanum er snert á viókvæmum ágreiningsmálum meðal krist-
inna manna svo sem viðvikjandi nærveru Krists og messu-
fórninni. Áherslan á raunverulega nálægð Krists er sterk,