Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 159
150
1985
16 KIRKJUÞING
23. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar varðandi Suður-Afríku.
Flm. séra Lárus Þorv. Guómundsson
séra Jón Bjarman
Kirkjuþing 1985 haldió í Bústaðakirkju í októbermánuði
lýsir yfir stuðningi sinum við ályktun biskupa Norðurlanda
um friðsamlegar aðgerðir til lausnar á vanda Suður-Afríku,
og styóur heilshugar biskupinn Herra Pétur Sigurgeirsson í
áskorun hans þar að lútandi til Ríkisstjórnar Islands í
septembermánuði s.l. Jafnframt lýsir kirkjuþing yfir
stuóningi vió "áskorun til neytenda og kaupmanna," i dag-
blöðunum þ. 23. okt. 1985 að snióganga vörur frá Suður-
Afríku, undirrituó af Ásmundi Stefánssyni, forseta A.S.I.,
Sigurði E. Haraldssyni, formanni Kaupmannasamtaka Islands,
Kristjáni Thorlasíus, formanni B.S.R.B., Ingibirni Haf-
steinssyni, formanni Félags matvörukaupmanna.
GREINARGERÐ
Málefni Suóur-Afriku hafa verið mjög i brennidepli undan-
farin ár hjá öllum frjálsum þjóðum, og leiðtogar kirkju-
deildanna í S.Afriku biðja um að landið verði einangraó í
vióskiptalegu tilliti.
Öhugnanlegt er eftir "lexiu" nasismans og fasismans á
fyrri helmingi þessarar aldar að enn skuli vera til ríkis-
rekin kúgunar- og kynþátta aðskilnaóarstefna í fjölmennu
landi, er vill láta telja sig til lýðræóisríkja.
Allir kristnir menn hljóta að leita sómasamlegra samskipta
í þjóðfélagslegu- og stjórnmálalegu tilliti.
1 Limaskýrslunni á bls. 33, 20. gr. stendur: "Máltíó
Drottins nær til allra þátta lífsins. Hún er athöfn þar
sem kirkjan ber fram þakkargjörð og fórn fyrir hönd alls
heimsins. Athöfnin er þess eðlis, aó þátttakendur hljóta
aó leitast við aó ná sáttum og eignast hlutskipti með öll-
um sem þeir álíta bræóur og systur í hinni einu fjölskyldu
Guðs og hún er sífelld áskorun til manna um, aó þeir leiti
sómasamlegra samskipta í þjóðfélagslegu, efnahagslegu og
stjórnmálalegu tilliti (Mt. 5.23: I. Kor. 10.16n: I. Kor.
11.20-22, Gl. 3.28). Þegar vér eigum samfélag um líkama
og blóð Krists er hvers kyns ranglæti, kynþáttamisrétti,
aóskilnaói og frelsisskorti mótmælt kröftulega. Fyrir
máltíð Drottins gagntekur og endurreisir endurnýjandi náð
Guðs persónuleika mannsins og reisn. Hún gerir trúaóa
menn þátttakendur í meginatburói veraldarsögunnar. Þess
vegna reynumst vér ósamkvæm sjálfum oss ef vér, sem þátt-
takendur í máltíð Drottins, tökum ekki virkan þátt í verki