Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 49
42
(4. gr.)« "I Kristi bjóðum vér sjálf oss að lifandi og
heilagri fórn i daglegu lífi voru" (10. gr.). "Kirkjan er
hinn nýi sáttmálslýður. I fullri djörfung og trausti
ákallar hún Heilagan anda og biður hann um helgun og endur-
nýjun, að hann leiði hana til réttlætis, sannleika og ein-
ingar og veiti henni kraft til þess að framkvæma ætlunarverk
sitt i heiminum" (17. gr.). "I messunni er bæði samstaða
þeirra, sem eiga samfélag um líkama Krists og ábyrg umhyggja
kristinna manna hvers fyrir öðrum og heiminum í heild tjáð á
eindreginn hátt..." (21. gr.). "Messan birtir einmitt,
hvernig kirkjan tekur þátt í þjónustu Guðs vió heiminn.
Sú þátttaka birtist daglega sem boóun fagnaðarerindisins,
þjónusta vió náungann og nærvera í heiminum í trúmennsku við
Guó" (25. gr.).
Þessi áhersluatriói hefur oss skort og umræður um trúar-
vitnisburð og félagslega hjálp því oft farió á víó og dreif.
Hér erum vér hvött til þess aó hugsa þessi mál á nýjan leik
í því skyni að ítreka eininguna í lífi, boóun og vitnisburði
hins kristna manns.
ÞJÖNUSTA
1. Aó hve miklu leyti getur kirkja þín séó í þessum texta
trú kirkjunnar á öllum öldum?
Mikilvæg sýnist oss samstaðan um aó hefja umræóuna um þjón-
ustuna á köllun alls Guös lýðs. Nýja testamentið horfir á
kirkjuna í heild, köllun hennar og hlutverk. Aðeins út frá
því heildarsjónarmiöi er hægt aó nálgast spurninguna um mis-
munandi köllun einstakra lima.
Þá er mikilvæg ábendingin um, að skipulag kirkjunnar hafi
þróast á löngum tima og ókleift sé aó nota Nýja testamentió
i þvi skyni aó finna þar staöal fyrir skipulag kirkjunnar
(sbr. 19. gr.). Orðaskýringin í 7. gr. er mjög gagnleg bæói
til þess að átta sig á umræóunni i kaflanum og til þess að
skýra fyrir sjálfum oss þær spurningar sem vér þurfum að
hafa i huga, er vér snúum oss að þvi aó ihuga spurninguna um
þjónustu kirkjunnar.
Vér sættum oss vió aó nota hiö almenna orð "þjónusta" um
köllun kirkjunnar i heild og orðasambandið "vigð þjónusta"
um sérstaka þjónustu ákveðinna manna innan kirkjunnar.
Leitumst vér við aó nota þessi oró i þýðingu vorri og teljum
þau samræmast postullegri trú.
Vér tökum lika undir rökin fyrir tilvist hinnar vigóu þjón-
ustu i 8. gr., þar sem segir, aó kirkjan þurfi ætið á mönnum
að halda, sem opinberlega geti minnt hana á, aö hún er um
allt lif sitt háð Jesú Kristi. Eru postularnir fyrirmynd
þeirrar þjónustu i kirkjunni samtimis þvi sem þeir eru
fyrirmynd kirkjunnar i heild (9. og 10. gr.).
Gerö er góó grein fyrir þróuninni i fornkirkjunni yfir i
fyrirkomulag hinnar vigöu þjónustu i þriþættri þjónustu
biskupa, öldunga (presbytera(presta)) og djákna. Þó að