Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 135
126
lagsnefnd kirkjugarða. Nefndin gerir síðan þær ráðstaf-
anir, er þurfa þykir.
25. gr.
Kirkjugarósstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og
líkhús í kirkjugarði á kostnað hans og koma þar upp
húsnæóisaðstöóu fyrir starfsmenn kirkjugarðsins.
Uppdrættir og staósetning skulu samþykkt af skipulagsnefnd
kirkjugarða og skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélags-
ins. Gerð kapellu og líkhúss skal háð samþykki byggingar-
nefndar og heilbrigðisnefndar.
Enn fremur er kirkjugarðsstjórnum heimilt að styrkja þær
kirkjur, sem þegar hafa verið samþykktar og þjóna sem
útfararkirkjur.
26. gr.
Kirkjugarðsstjórnir skulu árlega semja áætlun um tekjur og
gjöld þeirra kirkjugaróa, sem þær hafa í umsjá sinni.
Á sama hátt skulu þær semja reikning fyrir næstliðið ár
yfir tekjur og gjöld kirkjugarðanna, svo og skýrslu um
eignir þeirra að meótöldum legstaðasjóðum (sbr. 20. gr.).
Um reikningshald kirkjugarða gilda sömu reglur sem um
reikningshald kirkna.
Tekjur kirkjugarða, auk þeirra, sem áður er getið, skulu
aó minnsta kosti vera 1 1/2% árlega af útsvörum og
aðstöóugjöldum á þvi svæði, er rétt á til kirkjugarðsins.
Nú hrökkva eigi tekjur kirkjugarðs fyrir nauðsynlegum
útgjöldum og er þá kirkjugarðsstjórn heimilt með samþykki
safnaóarfundar og að fengnu leyfi hlutaðeigandi sveitar-
stjórnar að hækka hundraðsgjaldið fyrir eitt ár í senn í
allt að 4%.
Skattstjórar skulu leggja á kirkjugarðsgjöld meó sama
hætti og sóknargjöld, sbr. lög nr. 80/1985. Skulu
gjaldaákvarðanir birtar með sama hætti og um útsvör og
aðstöðugjöld og tilkynntar skattstjóra eigi síðar en 31.
mars það ár, sem gjald er á lagt.
Eindagi kirkjugarðsgjalda er hinn sami sem á útsvörum.
Hjón bera sameiginlega ábyrgð á greiðslu kirkjugarðs-
gjalds. Innheimtumenn rikissjóðs skulu annast innheimtu
kirkjugarósgjalds ásamt dráttarvöxtum. Innheimtuþóknun
skal vera 1% og rennur hún til ríkissjóðs. Innheimtumenn
ríkissjóðs skulu ársfjórðungslega standa sóknarnefndum eöa
kirkjugarðsstjórnum skil á innheimtu gjalda skv. lögum
þessum. Kirkjugarósstjórn er þó heimilt að annast inn-
heimtuna gegn þeirri þóknun, sem greind var.
Lögtaksréttur fylgir gjöldum þeim, sem mælt er fyrir um í
lögum þessum.