Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 41
34
Þriója spurningin er um þann lærdóm sem kirkja vor dragi af
textanum í sambandi viö endurnýjun á helgihaldi sínu,
menntamálum, félagslegu og andlegu lífi sínu og vitnisburði.
1 fjóröu spurningunni er kirkja vor beóin um að veita Trúar
og skipulagsmálanefnd Alkirkjuráðsins ráðleggingar í sam-
bandi við langtímarannsóknarverkefni hennar: " í átt til
sameiginlegrar tjáningar á hinni postullegu trú fyrir nú-
tímann."
Fyrsta spurningin er veigamest og virðist svo, að svörin við
annarri, þrióju og fjórðu spurningunni geti fylgt sem álykt-
un af svarinu vió henni. Jafnframt er fyrsta spurningin
erfióust. Vér erum ekki spurð, hvort vér sjáum í textanum
tjáningu á eigin trú, heldur "trú kirkjunnar á öllum öldum."
Hvaö er "trú kirkjunnar á öllum öldum"?
Beinast liggur vió að álíta, aö "trú kirkjunnar á öllum
öldum" merki hió sama og hugtakið "postulleg trú" í annarri
(og fjórðu) spurningunni. Er þá um að ræða samhengið í
kristinni trú, sem er að finna með mismunandi móti innan
hinna einstöku kirkna. I fyrstu spurningunni erum vér því
spurð, hvort vér sjáum í textanum útleggingu á vitnisburði
Nýja testamentisins og hinnar óskiptu kristnu hefðar, sem
liggur að baki þeirri sérstöku hefó, sem vér höfum varðveitt
í vorri kirkju jafnframt því sem vér erum hvött til þess að
spyrja, hvort vér gerum það úr hefó vorri sem efni standa
til og hvort vér viljum auðga hefð vora meö því að hlusta á
spurningar annarra kirkna.
1 samræmi við þennan skilning munum vér því ganga þannig til
verks, er vér svörum fyrstu spurningunni:
I fyrsta lagi munum vér leita eftir merkingu textans í
hverjum kafla skýrslunnar fyrir sig og meta hann í ljósi
hins sameiginlega kristna vitnisburðar í Nýja testamentinu
og hinni óskiptu kristnu hefð.
I öðru lagi munum vér ítreka atriði, sem oss finnst, að
vanti í textann til þess að hann geti fyllilega staðið undir
þvi aó kallast "tjáning á trú kirkjunnar á öllum öldum."
Svörin vió annarri og þriðju spurningunni fylgja nánast sem
ályktun af svarinu við fyrstu spurningunni og munum vér geta
þeirra sérstaklega.
Svar vort vió fjórðu spurningunni munum vér veita i
lokaniðurstöðu vorri.