Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 109
100
1985
16. KIRKJUÞING
6. mál
Á 1 y k t u n
um áfengismál
Flm. séra Jón Bjarman
Kirkjuþing 1985 vekur athygli á þeirri hættu sem stafar af
vaxandi áfengisneyslu þjóðarinnar. Þingið varar einnig
við þeim þrýstingi á stjórnvöld, að sala og dreifing
áfengis verði gefin frjálsari en nú er og telur að slíkt
muni leiða til meiri áfengisneyslu og jafnframt áfengis-
böls.
Kirkjuþing skorar á dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra
og biskup Islands aó gangast fyrir þjóðarátaki gegn þess-
ari vá.
GREINARGERÐ
Mál þetta á engum að koma á óvart, sem fylgst hefir með
umræðu um áfengismál undanfarna mánuði. Annarsvegar hefir
sú umræóa mótast af gengdarlausum áróóri fyrir því, aó
dreifing og sala áfengis verði gefin frjálsari hér á landi
en nú er. Þetta kemur fram í umræðu um frumvörp til laga
um framleióslu og sölu áfengs öls i landinu, einnig um
opnun ölstofa bæói hér i borg og úti á landsbyggðinni, þá
má geta um mikla fjölgun áfengissöluleyfa til veitinga-
manna, þannig mætti halda áfram að telja upp. Samfara
þessum áróðri hefir verið veist að þeim aðiljum sem lögum
samkvæmt eiga að setja skorður við sölu og dreifingu
áfengis, allt frá dómsmálaráðherra og niður til einstakra
áfengisvarnanefnda, og eru þeir í fjölmiðlum og á manna-
mótum hafóir að háði og spotti. Á því leikur ekki vafi,
að á baki þessum áróðri og þrýstingi standa miklir pen-
ingalegir hagsmunir. Hinsvegar hefir umræóan markast af
upplýsingum um stóraukið átak í umönnun og meðferð
drykkjusjúkra. Drykkjusýki er nú viðurkennd sem félags-
legt og heilsufarslegt böl, sem hægt er að taka á og gera
eitthvað við. Aóstaða öll til að veita lækningu og meó-
ferð hefir stórbatnaó og fjöldi sjúkrarúma margfaldast.
Engu að síður eru biðlistar langir eftir aó komast í slík
rúm. Þessar framfarir eru út af fyrir sig lofsverðar og
þeim ber að fagna. En brýna þarf landsmenn til að sjá
samhengið milli þessara tveggja þátta.
Eitt af þvi nýjasta, sem fram hefir komið í þessari umræðu
og orðiö hefir til þess aó opna augu margra, er útgáfa á
bráðabirgðaniðurstöðum könnunar á notkun áfengis, tóbaks,
ávana- og fíkniefna 15 - 20 ára skólanemenda, frá því í