Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 25
18
ráðs, starfseminni aó Löngumýri. Þá saknar nefndin
skýrslna frá kirkjulistarnefnd, utanríkisnefnd, fjölda
annarra nefnda, sbr. skýrslu nefndanefndar bls. 111 - 138
i Gjöróum kirkjuþings 1983."
Hvaó varðar störf kirkjueignan efndar, þá fagnar nefndin
því vióamikla áliti, er lagt hefur verió fram á yfir-
standandi kirkjuþingi, þ.e. 15. mál þingsins.
2. 2.mál
Nefndin fagnar þvi, aó þess er aó vænta aó starfsmanna-
frumvarpió komi fram á Alþingi, en lýsir jafnframt áhyggj-
um yfir því, aó á yfirstandandi kirkjuþingi eru flutt þrjú
mál, er kunna aó hafa áhrif á afdrif þess hjá Alþingi,
þ.e. 5., 17. og 25. mál.
3. 3 mál
Nefndin fagnar þvi, aó kristnitökunefnd hefur tekió til
starfa og litur svo á, að skýrsla hennar sem gefió er
fyrirheit um i skýrslu Kirkjuráós, sé sióari hluti grein-
argeróar 26. máls yfirstandandi þings. Nefndin bendir á,
aó kristnitökunefnd þarf aó verða kirkjulegum aóiljum
vióa um landió til ráðuneytis og aóstoóar um hvernig þeir
mættu minnast sem best þessara sögulegu timamóta.
4. 4. mál
Nefndin hvetur Kirkjuráó og biskup til aó þrýsta á ráó-
herra og Alþingi, til aó frumvarp til laga um sóknar-
kirkjur og kirkjubyggingar verði lagt fram á yfirstandandi
löggjafarþingi.
5. 6. mál
Nefndin styóur þetta mál heilshugar, og væntir þess aó þaó
fái hljómgrunn meóal alþingismanna.
6. 9. mál
Nefndin fagnar þvi, aó skilningur ávandamálum aldraóra er
vaxandi innan kirkjunnar. Hún þaxkar þaó, sem þegar hefur
áunnist og styóur heilshugar átakió 9. nóvember n.k., sem
þingió hefur þegar ályktað um, þ.e. 16. mál.
7. 11. mál
Nefndin væntir þess, aó milliþinganefnd, sem skipuð var i
fyrra til að kanna stöóu óvigóra starfsmanna kirkjunnar,
ljúki störfum og skili áliti á næsta kirkjuþingi.
8. 13. og 14. mál
Nefndin visar til ályktunarorða um 3. mál.
9. 17. mál
Nefndin bendir á, að ekkert kemur fram i skýrslu kirkju-
fræóslunefndar um málþing i Skálholti. Nefndin hvetur
Kirkjuráó og kirkjufræðslunefnd til að halda þessu máli
vakandi.