Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 98
91
sóknarprestur á Melstað, til þess fenginn aó yfirskoða
drögin. Vann hann verk sitt skjótt og skipulega og haföi
lokið því fyrir 7. maí, en þann dag hafói Kirkjufræöslu-
nefnd boðaó til fundar um máliö í safnaðarheimili
Langholtskirkju. Boð var sent öllum sóknarprestum og
fjölmörgum öðrum, sem líklegt var talió, að létu sig málið
varða. Fundurinn var allvel sóttur og umræóur urðu gagn-
legar. Ákveóió var aó boða til annars fundar síóar á
árinu.
Inngangur aó námsskrá
Aó loknum sumarönnum tók Kirkjufræðslunefnd upp þráð
þennan aó nýju á septemberfundi sínum. Ákveóið var aó
sýna Kirkjuþingi þann "Inngang að námsskrá vegna
kirkjufræðslu", sem nefndin hefur orðið ásátt um. Fylgir
skjal þetta starfsskýrslu Kirkjufræðslunefndar. Lögð er
áherzla á, aó um er aó ræða inngang, en ekki uppkast aó
námsskránni sjálfri. Fram eru sett nokkur grundvallar-
atriói, sem leióarlýsing um kirkjufræðslu hlýtur aö
byggjast á. En meginmál allt er enn ófrágengið. Að baki
"innganginum" býr raunar veruleg vinna og allumfangsmikió
efni, sem varóveitt er í fórum Kirkjufræóslunefndar.
Verður það afhent þeim, er við þessu máli tekur, sbr.
lokaþátt starfsskýrslunnar.
Sérstefna
Kirkjufræðslunefnd hyggst boóa til annars fundar um
námsskrárgjöróina hinn 20. nóvember næstkomandi. Verður
þar um að ræða "sérstefnu" færri aóila en kvaddir voru til
leiksins hinn 7. maí í vor. Efni þess fundar fer þó eftir
þvi, hverja afgreiðslu tillaga sú um Fræósludeild sem
Kirkjufræðslunefnd nú leggur fram, fær í meðförum
Kirkjuþings.
Fundir og ferðir
Annaó fundahald og/eöa feróir á vegum Kirkjufræðslunefndar
á kirkjuþingsárinu hafa verið og veróa á þessa leið: I
aprílmánuði sat séra Bernharður Guðmundsson, sem staddur
var í Svíþjóð annarra erinda, ráðstefnu á stiftsgaróinum í
Stjarnholm í Sviþjóð um fermingarmál. Þar voru saman
komnir fermingarful1trúar sænsku biskupsdæmanna ásamt
höfundum norrænna kennslubóka til fermingarundirbúnings.
Séra Bernharóur Guðmundsson hefur skilað itarlegri skýrslu
um fermingarstörf á Norðurlöndum.
I mailok sat formaður Kirkjufræðslunefndar aóalfund
Nordisk Kristeligt Studieraad, er haldinn var á Skálholts-
skóla. í tengslum vió fundinn var ráðstefna um
bibliulestra, þar sem fulltrúi Kirkjufræóslunefndar flutti
erindi, sem hann nefndi: "Bibelen i islandsk litteratur
og fortællekunst". Varð islenska Þjóðkirkjan fullgildur
aóili að NKS fyrir milligöngu Kirkjufræðslunefndar árið
1984. Var nefndinni falið að annast samskipti við ráðið.
Séra Þorvaldur Karl Helgason tóki sæti i stjórn NKS af
íslands hálfu.