Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 144
135
Flutningsmaður hefur kannað málið, farió á vettvang og
heimsótt eigendur og ábúendur þeirra tveggja jarða, sem í
hlut eiga, en það eru Brenna og Reykir. Þeir eru málinu
hlynntir og hafa tekið þvi mjög vel, en vilja eðlilega, að
ákveóinn aöili beri ábyrgð á framkvæmdinni og viðhaldi
mannvirkja.
Þar sem samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar hlýtur
aó beita sér fyrir sérstökum fjárframlögum vegna þúsund
ára minningar kristnitökunnar, er lagt til, aó hún hafi
ásamt biskupi forystu um framkvæmd þessa máls. Jafnframt
þykir eólilegt að hafa fullt samráð við heimamenn, t.d.
héraðsnefnd prófastsdæmisins.
Flutningsmanni er kunnugt um, að kaþólskir menn í landinu
hafa áhuga á máli þessu og er sjálfsagt aó hafa samráö vió
þá.
Vísað til allsherjarnefndar. Þar sem flutningsmaóur til-
lögunnar ,sr. Jón Einarsson, gat ekki fellt sig við af-
greiðslu nefndarinnar, var fundi frestað.
Á framhaldsfundi vió aðra umræóu var lagt fram endurskoðaó
nefndarálit. A11sherjarnefnd lagði til, að tillagan þann-
ig oróuó yrói samþykkt (Frsm. sr. Lárus Þ. Guómundsson).
Nefndin leggur til aó þessu sérstaka máli sé visað til
kristnitökunefndar, en vill jafnframt benda henni á að
athugandi væri að safna upplýsingum frá öllum héraðs-
nefndum landsins um merkisstaói, tengda kristnitökunni,
sem vert væri að vekja athygli á meó einhverjum hætti, til
að minning þeirra varóveitist komandi kynslóðum.
Nefndin bendir einnig á að lofsvert er þaó sem þegar hefur
verió gert til varðveislu helgra sögustaða.
Samþykkt samhljóóa.