Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 22
15
Kjalarness skipuðu sameiginlega nefnd af sinni hálfu, sem
vinnur meó skipulagsstofnun að tillögugerð um sóknarmörk,
byggingu nýrra kirkna og staósetningu kirkjugarða í nýjum
hverfum.
33. mál. Fermingin og undirbúningur hennar
Kirkjuráó fól kirkjufræðslunefnd málið, en á vegum nefnd-
arinnar er sérstakur starfshópur um ferminguna. 1 skýrslu
frá nefndinni, sem lögó er fram á kirkjuþingi, eru upplýs-
ingar um störf nefndarinnar, og vísa ég til þeirrar grein-
argerðar.
34. mál. Tölvuskráning prestsþjónustubóka
Málinu var visað til umsagnar Ottós A. Michelsen og hann
beðinn um að semja álitsgerð og kostnaóaráætlun. Greinar-
gerð hans er hér í fylgiskjali.
35. mál. Helgistund í sjónvarpinu
Málið var sent Otvarpsráði til frekari fyrirgreiðslu. Sá
lióur tillögunnar, sem snýr aó söng í sambandi við helgi-
stundina, hefur þó eigi fengið áheyrn enn sem komið er.
36. mál. Fjármálastjóri kirkjunnar
Eins og frumvarp til fjarlaga 1986 felur í sér, þá eru
allar horfur á því aó á næstunni verði stofnað embætti
fjármálastjóra kirkjunnar. Það eru góð tíóindi og
þakkarverð. Á undanförnum árum hefir starf kirkjunnar
vaxió á ýmsan hátt og það hefur haft í för meó sér aukna
þjónustu á sviói fjármála. Þessi störf hafa aó mestu
leyti bæst vió störf biskupsritara og hann hefur annast
þau með prýði og árvekni vió erfióar aðstæóur. Sýnilegt
er, að þörf er á sérstökum starfsmanni til þess aó hafa
meó höndum þessa hlið starfsins vió biskupsembættið og
fyrir kirkjur landsins. Þessa starfsmanns bíóa mörg
verkefni, ráógjafaþjónusta, eftirlit um umsýslan fjármála
fyrir kirkjuna i heild.
37. mál. Árbók kirkjunnar
Kirkjurað hefur fjallað um útgáfu árbókarinnar og leitaó
leióa til þess að sú áhugaverða hugmynd komist i
framkvæmd. Til þess að kostnaður vió útgáfuna verði
viðráðanlegur var rætt vió stjórn Prestafélags Islands um
þann möguleika, aó 4. hefti Kirkjuritsins á þessu ári
verði jafnframt árbók. 1 Kirkjuritinu hefur skýrsla
biskups á prestastefnu verið birt um áraraðir, og nú kæmi
hún i árbókarheftinu ásamt öðru efni er varðar störf,
stofnanir og starfsemi kirkjunnar á árinu. Stjórn Presta-
félagsins er mjög fús til þessarar samvinnu. Efni og geró
árbókarinnar er nú i undirbúningi hjá fréttaful1trúa og
ritstjóra Kirkjuritsins.
38. mál. Dreifing á embættum innan kirkjunnar
Efnislega er þessi tillaga þegar komin inn 1 frumvarpið um
starfsmenn þjóðkirkjunnar.
39. mál. Staða minningardaga i kirkjunni
Kirkjuráð var þvi fylgjandi að semja áfram skrá um minn-
ingar- og merkisdaga kirkjunnar fyrir árið i heild til