Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 19
12
17. mál. Málþing í Skálholti
Kirkjufræðslunefnd fékk mál þetta til athugunar, eins og
gert var ráð fyrir í tillögunni, og vísa ég til greinar-
gerðar þeirrar nefndar um mál þetta.
19. mál. Kjör presta
Kirkjuþing afgreiddi málið með stuðningsyfirlýsingu við
kjarabaráttu Prestafélags Islands og kjaranefndar og með
áskorun til kirkjumálaráðherra að beita sér fyrir úrbótum
á mjög versnandi kjörum presta. Það er vitað mál, að þar
sem sóknarprestar hafa ekki aðrar tekjur en mánaðarlaun
sin, eru þeir ekki án annarra tekjuliða færir um að fram-
fleyta fjölskyldu sinni,- Það er alvörumál, og það því
fremur, sem prestur á skv. köllun sinni að geta gefið sig
óskiptan að prestsþjónustu sinni. Nokkuð hefur úr ræst
miðað vió aðrar stéttir við síðustu launabreytingar. En
betur má ef duga skal.
20. og 29. mál. Þakkir til Hins islenska Biblíufélags.
Fögnuður yfir mikilli útbreiðslu Bibliunnar. Hvatning til
landsmanna að lata Guðs Orð í raun og veru vera leiðarljos
daglegs lífs
Athygli var vakin í fjölmiðlum á þessu máli málanna eins
og öðrum og það sent Hinu islenska Biblíufélagi. Þakk-
irnar á fyrst og fremst framkvæmdastjóri þess, Hermann
Þorsteinsson, sem nú fær aö gefa sig allan að kirkjunnar
málum eftir 50 ára ævistarf á öðrum vettvangi. Þó vantaði
aldrei á að hann væri "allur í þessu" - eins og þar
stendur.
21. mál. Um útgáfu sálmabókar með völdum sálmum fyrir
einraddaðan söng
Tillagan var send söngmálastjóra til athugunar, enda óskað
eftir álitsgerð hans að ósk fjárhagsnefndar. Málió er enn
í höndum hans. Tillagan tengist að miklu leyti 33. máli á
kirkjuþingi 1982, sem er þess efnis að auka vió núverandi
sálmabók með sérstökum sálmabókarviðbæti. Kirkjuráð fól
undirbúningsnefnd aó gera könnun á sálmum og efnisvali í
slikan viðbæti. Eftir þá könnun skipaði Kirkjuráð 5 manna
nefnd til að undirbúa útgáfuna og er sú nefnd nú að störf-
um. Formaður nefndarinnar er séra Jón Helgi Þórarinsson.
Mikil endurnýjun á sér nú staö á sálmabókum systurkirkn-
anna á Norðurlöndum.
22. mál. Handbók þjóókirkju íslands
Um tillöguna nægir að segja það eitt, aó sjón er sögu
rikari. Kirkjumál lita hér dagsins ljós,- Þakkir flytjum
vió séra Bjarna Sigurðssyni dósent, sem bjó bók þessa til
prentunar og tók saman efni hennar.
23. mál. Helgi sunnudagsins
Efni tillögunnar var komió á framfæri vió almenning i
landinu og um hana fjallaó við dóms- og kirkjumála-
ráóuneytið og lögreglustjóra hér í borg og víóar. Og nú
liggur fyrir kirkjuþingi frumvarp að lögum um almannafrið
á helgidögum, þar sem þetta mál verður nánar rætt, er það
kemur á dagskrá.