Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 84
77
truflar guósþjónustuhald o.fl. Oftast myndi háttsemin fara
fram í grennd við kirkju, en ekki þarf þaó þó að vera.
Um 4. gr.
I þessu ákvæói eru settar fram hinar almennu reglur um
starfsemi, sem óheimiluó er meóan helgidagafrióur ríkir skv.
2. gr. Frá banni 4. gr. eru undantekningar sbr. 5. gr., er
varðar listsýningar o.fl. og samkomur og mót, sem hafa
listrænt gildi, og eru í 6. gr., er varðar iþróttamót. Loks
er lögreglustjóra heimilað í 7. gr. að veita undanþágur frá
banni, þegar sérstakar ástæóur mæla meó því.
I 4. gr. 1. tl. er vikió aó opinberum skemmtunum, þar sem
fram fer sbr. a-lió l.tl. dans, fjölleikasýningar, revíu-
sýningar og aórar svipaóar sýningar eða sbr. b-lió l.tl.
leiksýningar, balletsýningar, kvikmyndasýningar, söng-
skemmtanir og hljómleikar, dans og leikfimisýningar. Til
vióbótar því eru svo ákvæði 3. og 4. tölulióa um skemmtana-
bann, en skemmtun þarf ekki aó vera opinber aó því er varðar
3. tölulið.
Vafi hefir vaknaó um það, hvernig afmarka eigi hugtakió
opinber skemmtun skv. helgidagalögum, og er reynt meó l.tl.
aó skýrgreina þaó hugtak aó nokkru, en þaó hlýtur þó að
mótast smám saman og frekar af lagaframkvæmdinni. Þá mætti
einnig skýrgreina þaó nánar meó reglugeróarákvæði, sbr. 8.
gr. frv. Eru ákvæói frv. til muna sérgreindari en núgild-
andi laga og ættu aó hafa meira leióbeiningargildi fyrir
almenning og löggæslumenn.
I 4. gr. 2. tl. er vikið aó mörkuóum, verslunar- og vió-
skiptastarfsemi. Vakin er athygli á, aó undanþegin banni
vió lokun sölubúóa eru m.a. blómasölur og verslunarskálar,
svonefndar "sjoppur". Eru ákvæóin hér sveigó aó þörfum
vióskiptalifsins og til samræmis vió lagaframkvæmd síóustu
ára aó þvx er ætla veróur.
1 4. gr. 3. tl. er rætt um skemmtanir, þar sem happdrætti
eóa bingó eóa svipuð spil eru höfó um hönd. Þykir rétt að
hafa sérákvæói um þaó efni.
1 4. gr. 4. tl. eru skemmtanir á opinberum veitingahúsum
o.f1. bannaóar. Hér er þó ekki talaó um opnun slíkra
veitingahúsa og ekki um áfengisveitingar, sbr. reglugerð nr.
335/1983, 7. gr. Hótelstarfsemi sem slik á heldur ekki
undir þennan tölulió.
í 4. gr. 5. tl. er fjallað um íþróttakeppni eða íþrótta-
sýningar meó opinberu sniói. Eru þær bannaðar, en skilja
veróur tölulióinn í samræmi vió ákvæói 6. gr.