Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 74
67
Þar þurfa kristnir menn aó verjast ásökunum um aó ganga
erinda framandi menningar.
Ef kirkjurnar eiga aó tjá postullega trú sameiginlega í nú-
timanum, veróur þaó að gerast andspænis þessum aóstæöum.
Meginspurningin er, hvert sé eóli kristinnar trúar og þá
spurningu ber aó einangra frá hvers konar tímabundnum og
menningarlega skilyrtum umbúóum.
Limaskýrslan áréttar, aö eóli kristinnar trúar sé Jesús
Kristur, Sonur Guós, sem kallar menn til fylgdar og gerir
að limum sínum, nærir samfélag lærisveina sinna og eflir til
þjónustu. Spurningin er, hvernig þetta tengist lifi fólks í
nútimasamfélagi, áhyggjum þess og ótta, en einnig gleði þess
og hamingju.
Þegar efni Limaskýrslunnar er ihugað, verður spurningin um
sambandió milli Heilagrar ritningar og arfleifðar kirkjunnar
i kenningu og tilbeióslu áleitin og bersýnilegt, aó kirkj-
urnar þurfa hver fyrir sig og sameiginlega að vinna aö svari
viö þeirri spurningu.
I öllum köflum Limaskýrslunnar kemur fram mikil áhersla á
Heilagan anda. Er ekki hikað viö aó nota fjölskrúóugt mynd-
mál Ritningarinnar um Heilagan anda og verk hans. Þurfa
kirkjurnar að gefa því myndmáli gaum og umfram allt vera
opnar fyrir leiósögn Heilags anda.
1 Limaskýrslunni er gengió út frá sambandi kenningar og
tilbeióslu og áréttaó, aö staður játningarinnar sé lof-
gjöróin og tilbeióslan. Er þetta rétt áhersla aó vorri
hyggju og leggjum vér áherslu á, aö gengið sé áfram eftir
þeirri braut. Jafnframt viljum vér minna á, aó kristin
lofgjörö er viðtækt hugtak og tekur líka til breytni krist-
inna manna í umhverfi sinu. í þvi sambandi má minna á eóli
kristins siðgæðis sem skirnarsiógæöis.
Aó síóustu viljum vér árétta, aö framsetning postullegrar
trúar i nútimanum verður aó mióast viö kristna menn almennt,
en ekki guðfræóinga eóa fræðimenn. Köllunin aö bera Kristi
vitni og útbreióa ríki Guós hvílir á herðum allra skíröra en
ekki fáeinna útvalinna. I nútimanum er e.t.v. brýnna en
nokkru sinni fyrr, að kristnum, skiróum mönnum sé þessi
köllun ljós og gerir það miklar kröfur til uppeldis og
menntamála hverrar kirkju.