Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Blaðsíða 170
161
Ég hef margar þakkir fram aó flytja, þegar þinginu lýkur.
Og þá hugsa ég fyrst til varaforsetanna, sem hafa gert mér
stjórn þingsins mun auóveldari, og enda gefió mér aukió
tækifæri til þess að taka þátt í umræóum. Þaó tel ég mér
mikils virói til þess aó geta skýrt sjónarmióin og lagt á
ráóin eins og ástæóa er til. Ég þakka vígslubiskupnum,
séra ölafi Skúlasyni fyrir lánió á salarkynnum og fyrir-
greiðslu alla þessa daga og hve ljúflega hún var í té
látin og þátt vígslubiskupanna beggja i þingstörfum. Séra
Siguróur Guómundsson er sá okkar, sem lengst hefur setió á
kirkjuþingi, og kom fyrst á þing 1960 sem varamaður helm-
ing þingtímans fyrir séra Friórik A. Frióriksson. Hans
starfsferill nær því allt til annars kirkjuþings, þótt
eigi hafi þaó verið alveg óslitió.
Því minnist ég á þetta, að séra Siguróur hefur tjáó mér,
aó hann muni ekki gefa kost á sér, sem kirkjuþingsmaóur
vió næstu kosningar, en hann mun eigi aó síóur eiga sæti á
þingi áfram sem vígslubiskup, og nú hefur Hermann Þor-
steinsson lýst því yfir aó hann muni fyrir víst ekki veróa
áfram á þingi. - Ég undirstrika þakkir mínar í skýrslunni.
Ég flyt honum, vigslubiskupunum báóum og ykkur öllum kæru
bræóur og systur þakkir fyrir þingstörfin, merkar tillögur
og mikil afköst. Og þá hefi ég þakkir fram aó færa til
nefndanna og formanna þeirra og ritara. Á þeim vettvangi
er unninn annar höfuðþáttur þinghaldsins engu þýóingar-
minni en hinir sameiginlegu þingfundir. Ég þakka þing-
skrifurum, starfsmönnum þingsins, biskupsritara, frétta-
fulltrúa, starfsmanni þingsins, starfsfólki á Biskups-
stofu, kirkjuverói hér i Bústaóakirkju og konunum, er
önnuóust kaffiveitingar og tilreiddu hádegisveró. -
Ég endurtek þakkir mínar til Kirkjuráós, sem er mér til
mikils stuónings vió undirbúning þingsins og afgreióslu
þeirra mála, sem jafnan bíóa aó loknu kirkjuþingi hvernig
skuli komast í framkvæmd, - sem og er í verkahring þess.-
Þaó hefur aó vonum vakió athygli hve sú hlióin, sem aó
fjármálum snýr og um mörg undanfarin ár hefur reynst hvaó
erfióast að ráóa fram úr, hefur stórbatnað á árinu og þaó
miklu meir en ég þorói aó vona. Þann stuóning vió kirkj-
una og málefni hennar eigum vió mest fyrrverandi fjármála-
ráóherra, Albert Guðmundssyni að þakka. Þaó veit ég hvaó
best og stendur það mér næst að tjá honum þakklæti okkar
og víst vil ég bæta vió sérstöku þakklæti til kirkjumála-
ráóherra. - Honum er að þakka aó húsió er eign kirkju en
ekki ríkissjóós, sem styrkir kaupin.
Margar ræóur hafa verió fluttar um málin á dagskrá og í
nefndum. Allar eiga þær þaó sammerkt að lifa tiltölulega
stutta stund á vörum okkar og í minni, - misjafnlega þó
eins og gengur. Ein ræóa sem flutt var er þó undan-
tekning, - eóa réttara sagt ræóa, sem var upplesin. Hún
var samin fyrir nærfellt tvö þúsund árum, og kom þó nú inn
í umræóur okkar eins og hún væri samin í dag, og svo
lengi sem líf endist á jöróinni, veróur hún læró og lesin
og flutt og reynt að lifa eftir henni. Þaó var gott aó
mega láta þá ræóu skína inn í hugskot okkar um leió og vió
tökum til starfa dag hvern til þess að skapa og endurfæóa
hugsanir okkar og móta geróir okkar. Hvar værum vió stödd