Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 119
110
Um 3. gr.
1 1. mgr. er lagt til, að ráð prófasts komi til auk
atbeina biskups.
1 2. mgr. felst sú breyting ein, aó vísað er til 19. gr.
til skýringar.
Um 4. gr.
Rétt þykir, aó skipulagsstjóri rikisins eigi sæti í skipu-
lagsnefnd kirkjugaóa, enda mikilvægt að njóta sérþekkingar
hans bæði á skipulagsmálum almennt svo og einstakra staóa.
Um 5. gr.
Nýmæli er hér þaó ákvæði, aó vegur skuli vera af sömu gerð
og tíðkast í sveitarfélagi og samskonar lýsing. Er þetta
lagt til í því skyni að taka af tvímæli.
Um 6. gr.
Mikilvægt þykir, að skipulagsnefnd sveitarfélags fjalli um
þau málefni, er hér greinir og á því stigi málsmeóferóar,
sem greinin víkur að. Miklu skiptir, aó góð tengsl séu
milli sveitarfélaganna og kirkjugarósstjórna.
Um 7. gr.
Hér eru þau nýmæli, að mælt er fyrir um umsögn heibrigðis-
nefndar og skipulagsnefndar sveitarfélags, er gera á nýjan
kirkjugarð eóa stækka gamlan, sbr. athugasemd við 5. gr.
Þá er hér lagt til, að úrskurói skipulagsnefndar
kirkjugaróa sé unnt að skjóta til kirkjumálaráðherra til
fullnaðarúrskuróar.
Um 8. gr.
Hér er kveóið á um samráð vió skipulagsnefnd
sveitarfélags í sambandi við meðferð á niðurlögóum
kirkjugaði, sbr. og athugasemd vió 5. gr.
Um. 9. gr.
Lagt er hér til, að lögfest verói lagaframkvæmd, sem
mótast hefir, um þau efni, er þar greinir.
Um 10. gr.
Greinin horfir til einföldunar. Til fjölskyldu teljast
hér eftirlifandi maki (sambúóarmaóur eða -kona), börn,
kjörbörn og fósturbörn, og fer um rétt til legs eftir
þeirri röö, sem þau andast, nema samkomulag verói um annað
milli vandamanna. Ekki þykir þörf á ákvæðum 2. og 3.