Skírnir - 01.04.1991, Blaðsíða 35
SKÍRNIR TIL AÐ MÁLA YFIR LITLEYSI DAGANNA
29
koma þessir rithöfundar fram með fyrstu verk sín: Theodor Dáubler,
Alfred Döblin, Ernst Stadler, Georg Trakl, Georg Heym.
Expressjónistar tóku sig saman og komu fram í einstökum hópum.
Þeir stofnuðu ýmis tímarit sem urðu um leið ásjóna þessara hópa.
Meðal þeirra má nefna Die Aktion, Der Sturm, Die weijlen Bldtter.
Nöfn tímaritanna eru oft býsna gegnsæ og segja margt um til-
hneiginguna til að kalla fram nýja tíma og brjóta blað í listsköpuninni.
Hér má nefna tímarit eins og Der Orkan, Das neue Pathos, Die neue
Kunst, Neue Jugend, Dasjunge Deutschland.
Hópar expressjónista urðu til í ýmsum borgum þar sem þýsk rit-
menning þreifst: Berlín, Prag, Munchen, Wien, Heidelberg - og
Leipzig. Þetta er engin tilviljun vegna þess að rætur expressjónismans
liggja í stórborgarumhverfi. Skáldskapurinn verður andsvar við
framandleikakennd múgmenningarinnar. Hann er lýsing á, og barátta
gegn, fjöldaáreiti, nafnleysi og sinnuleysi borgarsamfélagsins, þar sem
einstaklingurinn missir yfirsýn, týnir náunga sínum og glatar sjálfum
sér.
Berlín bar höfuð og herðar yfir aðrar þýskar borgir hvað stærð og
fjölbreytileika á flestum sviðum snertir. Margir expressjónistar bjuggu
enda einhvern tíma ævi sinnar í Berlín.
Að Berlín undanskilinni stóð Leipzig framarlega sem háborg
bókmennta eins og áður var vikið að. Rótgróin bókmenning og fjöldi
útgefenda bauð upp á visst hagræði fyrir skáldin. Til dæmis eru
útgefendurnir Karl Rowohlt og Kurt Wolff nefndir sem sérstakar
hjálparhellur expressjónista í Leipzig.
Þegar rætt er um expressjónisma sem sögulegt hugtak vega þessi
einkenni þyngst:
a) Expressjónismi er ekki eingöngu bundinn við bókmenntir heldur
brýst hann fram í margs konar listgreinum. I myndlist ruddu m.a.
þessir málarar expressjónismanum braut: Vincent van Gogh, Paul
Gauguin, Henri de Toulouse-Lautrec og Edvard Munch.
I tónlistarsköpun á fyrstu árum aldarinnar komu fram sterk og
gagnger viðbrögð við eldri straumum. Tónverk eftir þessa höfunda
eru kennd við expressjónisma: Arnold Schönberg, Béla Bartók, Igor
Strawinski, Paul Hindemith og Kurt Weill.
b) Expressjónismi er ekki þýsk hreyfing þótt umræðan sé mest