Skírnir - 01.04.1991, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
STAÐLAUSIR STAFIR
141
Eins og Þorkell í Gíslasögu hefur Gunnar staðið á hleri fyrir framan
dyngjuna, „ok heyrt öll orðtækin“ (113), og í því að Hallgerður
þakkar skáldinu níðvísurnar, kemur hann inn: „Ollum brá við mjök,
er hann sá inn ganga; þögnuðu þá allir, en áðr hafði þar verit hlátr
mikill“ (113).
Gunnar kemur þarna inn sem fulltrúi karlveldis og bókmennta-
stofnunar. Hann bannar öllum viðstöddum að hafa eftir það sem þeir
heyrðu:
„En ef nökkurr maðr hermir þessi orð, þá skal sá í brautu verða ok hafa
þó reiði mína.“ En svá stóð þeim af honum mikil ógn, at engi þorði
þessi orð at herma. Síðan gekk hann í braut. (113)
Gunnari heppnast í þvílíkum mæli í niðurþöggun sinni og ritskoðun
að vísur Sigmundar eru ekki gefnar upp í sögunni. Eru þær og aðeins
til í „apókrýfri“ gerð hennar og prentaðar aftanmáls í útgáfu Islenzkra
fornrita, ásamt gróteskum vísum Eínnar Marðardóttur um samfarir
þeirra Hrúts.1
Þannig er í Islendingasögum töluvert um gróteskar vísur, eða leifar
þeirra, sem sækja efni sitt í slúður. Með vísum er slúðrið beinlínis
bundið í mál og fær því enn meiri slagkraft. Eitt skýrasta dæmi þessa
er að finna í sennum þeirra skáldanna Bjarnar og Þórðar í Bjarnar
sögu Hítdælakappa. Á einum stað segir þar t.a.m. frá því að Björn fer
út í fjós með Þorgeiri húskarli sínum til að athuga um hey, og „gekk
Þorgeirr til fyrri, því at honum var þar gangr kunnari“.2 En kýr hafði
nýlega borið og fellur Þorgeir um kálfinn sem liggur í flórnum. Björn
biður hann að taka upp kálfinn og kasta honum í básinn, en
húskarlinn neitar, „kvað æ því betr þykkja, er sá skelmir lægi neðar,
ok vill eigi til taka“ (153):
Síðan tók Björn kálfinn ór flórnum ok kastaði upp í básinn. Heim fóru
þeir síðan, ok segir Þorgeirr vinum sínum þetta, at Björn tók kálf ór
flóri ok kastaði upp í básinn, - „en ek vilda eigi.“ En þá váru þar gestir
ok heyrðu frásögn Þorgeirs. Ok eigi miklu síðar kómu þeir sömu menn
á Hítarnes til Þórðar ok segja þetta. (153)
1 Sjá íslenzk fornrit XII, bls. 471-472, einnig formála, bls. CLIV.
2 Bjarnar saga Hítdxlakappa, Islenzk fornrit III, Reykjavík 1938, bls.153.