Skírnir - 01.04.1991, Blaðsíða 210
204
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
hugmyndum sínum og hafnaði afstæðishyggju. En hvernig taldi hann þá að
sambandi margraddaðrar skáldsögu við sannleikann væri háttað? Hann
svaraði þessari spurningu, þó seinna væri, með því að skilgreina betur
hlutverk höfundarins. Hlutverk höfundar er flóknara fyrirbæri en svo að
unnt sé að einangra eina rödd í skáldsögunni og segja að hún sé rödd
höfundar. Höfundurinn hefur enga beina málpípu í verkinu, heldur er hann
að leita að þeim sannleika sem liggur á milli þessara radda, ef svo má að orði
komast, einhvers konar heildarsýn sem verður til eftir að búið er að
innbyrða þær allar. Hlutverk höfundarins er því að draga fram þessar raddir,
leyfa þeim að hljóma, láta þær hljóma saman við aðrar raddir og sýna
hvernig þær reka sig á raunveruleikann.1 Því sagði Bakhtin: „Díalógískt
verk sýnir margar vitundir en ekki marga sannleika“ en bætti svo við: „Einn
sannleikur getur þurft á mörgum vitundum að halda.“2
Þannig forðast Bakhtin afstæðishyggjuna sem annars væri hægt að lesa úr
hugmyndum hans um margröddun. Um leið viðurkennir hann að bók-
menntaverkið, að minnsta kosti skáldsagan, hafi eitthvað með sannleikann
að gera, að hlutverk þess sé að leita hans. En vel að merkja: sannleikurinn
liggur ekki hjá einum heldur má nálgast hann með því að tefla saman
mörgum röddum, mörgum sjónarhornum.
III
Hvernig getur þessi hugsun hjálpað okkur að skilgreina afstöðu túlkanda til
bókmenntaverks sem væri laus við afstæðishyggju um leið og hún gerir
okkur kleift að halda í þá heildarsýn á bókmenntirnar sem hér hefur verið
rætt um? Hugmyndir Todorovs um samræðurýni eru sprottnar beint af því
viðhorfi að sannleikurinn komi í ljós þegar margar raddir hljóma saman og
reka sig hver á aðra og á þann mælikvarða sem raunveruleikinn hlýtur að
teljast. Greint er milli raddar textans, róms túlkandans og þess sem þær
stefna sameiginlega að: nákvæmari og skýrari mynd af tilverunni eins og hún
kemur fram í reynslu okkar af lífinu, en þetta finnst mér vera ágæt
skilgreining á sannleikanum.
Verkefni túlkandans er því að gera sem best grein fyrir textanum;
samhengi hans: sögulegu, hugmyndalegu, bókmenntasögulegu; innviðum
hans: formgerðum, tungumáli, merkingarkerfi; með öðrum orðum öllu sem
1 Eða þá mynd sem höfundurinn gerir sér af raunveruleikanum. Auðvitað
komumst við aldrei út fyrir takmörk mannlegrar vitundar, jafnvel þótt fjölgun
sjónarhorna geti gert okkur kleift að færa þau sífellt lengra út.
2 Mikhail Bakhtin: Problemy poétiki Dostoevskogo, Moskvu 1963. Ég tek þessa
tilvitnun upp úr bók Todorovs (bls. 94).