Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 29
ríður Hjálmsdóttir og var hann elsta bam þeirra. Þau voru vel bjargálna fólk
en engir ríkismenn og ólst Jón upp við öll venjuleg störf. Steingrímur faðir
hans andaðist, þegar Jón var um 10 ára. Þá vom systkinin orðin fjögur og
eitt enn ófætt. Meðal frændfólks hans í móðurætt voru Valgerður Jónsdótt-
ir, eiginkona Steins biskups Jónssonar, og Skúli Magnússon, landfógeti eða
fóveti eins og Jón nefnir hann. Þá var langafi hans í móðurætt Guðmundur
Guðmundsson snikkari, sem hjó skímarsáinn sem er í Hóladómkirkju.4
Jón þótti bráðger drengur og hugur hans stóð til mennta. Hann lýsir því
raunar á skemmtilegan hátt að í fyrstu hafi sér veist erfitt að læra að lesa en
hann hafi verið fljótur að læra utanað og þannig getað blekkt umhverfi sitt.5
Þetta eltist af honum og eftir námsdvöl hjá presti einum komst hann 15 vetra
gamall í Hólaskóla og lauk þaðan prófi 1750. Þá hafði hann öðlast embætt-
isgengi og hefði getað sótt um prestsembætti. Brauð var hins vegar ekki á
lausu svo að hann gerðist djákni á Reynistaðaklaustri. Um þetta leyti vom
stöður djákna við klaustrin fomu. Djáknar voru kandidatar frá latínuskólum
sem ekki höfðu enn hlotið prestsembætti. Þeir voru óvígðir en önnuðust
kennslu og prédikuðu og áttu auk þess að halda áfram stúderingum.6 Auk
skyldustarfa djákna þurfti hann að ganga að öllum venjulegum störfum svo
sem eggjatöku í Drangey og fara ferðir til fiskkaupa suður á land.7
Klausturhaldari á Reynistað var um þetta leyti Jón Vigfússon (1705-
1752). Hann var vel ættaður og auðugur, dóttursonur Jóns Hólabiskups Vig-
fússonar. Kona hans hét Þórunn Hannesdóttir. Hún var af góðum ættum,
dótturdóttir Steins biskups Jónssonar, vel efnum búin og átti jarðeignir bæði
fyrir norðan og sunnan. Jón Vigfússon klausturhaldari var vel gefinn en ekki
að sama skapi gæfumaður og átti áfengið mesta sök þar á. I Ævisögunni lýs-
ir Jón Steingrímsson honum á þessa leið:
Hann var og utan öls mikið fastheldinn maður og spakur í framgöngu. En all-
ur annar, framar en frá segja vil, þá hann brennivín drakk, sem komst í það
mátalausa óstand, að honum veitti ei af um árið þremur brennivínstunnum,
er hann því nær einsamall eyddi. Drakk hann með köstum, að nokkrum
dægrum skipti; hafði þá oftsinnis varla nokkur frið dag né nótt á heimilinu,
að ég ei frekar að kveði. Urðu menn varir við einhverra anda slæðingar, áður
vondu köstin komu, að þau urðu fyrir sögð, þó ei væri annað vitanlegt. Allt
þetta sá ég síðar og reyndi.8
4 Jón Steingrímsson 1973, s. 29-32.
5 Jón Steingrímsson 1973 s. 39.
6 Sjá Einar Sigurbjömsson 1996, s. 85-86.
7 Jón Steingrímsson 1973, s. 89-104.
8 Jón Steingrímsson 1973, s. 86-87, sjá og s. 104-106.
27