Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 29

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 29
ríður Hjálmsdóttir og var hann elsta bam þeirra. Þau voru vel bjargálna fólk en engir ríkismenn og ólst Jón upp við öll venjuleg störf. Steingrímur faðir hans andaðist, þegar Jón var um 10 ára. Þá vom systkinin orðin fjögur og eitt enn ófætt. Meðal frændfólks hans í móðurætt voru Valgerður Jónsdótt- ir, eiginkona Steins biskups Jónssonar, og Skúli Magnússon, landfógeti eða fóveti eins og Jón nefnir hann. Þá var langafi hans í móðurætt Guðmundur Guðmundsson snikkari, sem hjó skímarsáinn sem er í Hóladómkirkju.4 Jón þótti bráðger drengur og hugur hans stóð til mennta. Hann lýsir því raunar á skemmtilegan hátt að í fyrstu hafi sér veist erfitt að læra að lesa en hann hafi verið fljótur að læra utanað og þannig getað blekkt umhverfi sitt.5 Þetta eltist af honum og eftir námsdvöl hjá presti einum komst hann 15 vetra gamall í Hólaskóla og lauk þaðan prófi 1750. Þá hafði hann öðlast embætt- isgengi og hefði getað sótt um prestsembætti. Brauð var hins vegar ekki á lausu svo að hann gerðist djákni á Reynistaðaklaustri. Um þetta leyti vom stöður djákna við klaustrin fomu. Djáknar voru kandidatar frá latínuskólum sem ekki höfðu enn hlotið prestsembætti. Þeir voru óvígðir en önnuðust kennslu og prédikuðu og áttu auk þess að halda áfram stúderingum.6 Auk skyldustarfa djákna þurfti hann að ganga að öllum venjulegum störfum svo sem eggjatöku í Drangey og fara ferðir til fiskkaupa suður á land.7 Klausturhaldari á Reynistað var um þetta leyti Jón Vigfússon (1705- 1752). Hann var vel ættaður og auðugur, dóttursonur Jóns Hólabiskups Vig- fússonar. Kona hans hét Þórunn Hannesdóttir. Hún var af góðum ættum, dótturdóttir Steins biskups Jónssonar, vel efnum búin og átti jarðeignir bæði fyrir norðan og sunnan. Jón Vigfússon klausturhaldari var vel gefinn en ekki að sama skapi gæfumaður og átti áfengið mesta sök þar á. I Ævisögunni lýs- ir Jón Steingrímsson honum á þessa leið: Hann var og utan öls mikið fastheldinn maður og spakur í framgöngu. En all- ur annar, framar en frá segja vil, þá hann brennivín drakk, sem komst í það mátalausa óstand, að honum veitti ei af um árið þremur brennivínstunnum, er hann því nær einsamall eyddi. Drakk hann með köstum, að nokkrum dægrum skipti; hafði þá oftsinnis varla nokkur frið dag né nótt á heimilinu, að ég ei frekar að kveði. Urðu menn varir við einhverra anda slæðingar, áður vondu köstin komu, að þau urðu fyrir sögð, þó ei væri annað vitanlegt. Allt þetta sá ég síðar og reyndi.8 4 Jón Steingrímsson 1973, s. 29-32. 5 Jón Steingrímsson 1973 s. 39. 6 Sjá Einar Sigurbjömsson 1996, s. 85-86. 7 Jón Steingrímsson 1973, s. 89-104. 8 Jón Steingrímsson 1973, s. 86-87, sjá og s. 104-106. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.