Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 40
Aðalbjörg Sigurðardóttir fæddist 10. janúar árið 1887 að Miklagarði í Eyja-
firði og að henni stóður eyfirskir og þingeyskir ættstofnar. Hún kom víða
við sögu á opinberum vettvangi og starfaði af fádæma atorku að félagsmál-
um á langri og viðburðarríkri ævi sinni. Þekktust hefur hún orðið fyrir bar-
áttu sína fyrir réttindum kvenna og barna. Hún beitti sér fyrir umbótum í
uppeldis- og skólamálum, sem voru í hennar huga sjálfsagður liður í al-
mennum mannúðar- og velferðarmálum. Hún lét einnig trúmál til sín taka
og átti sjálf merkilega reynslu á því sviði sem mótaði persónu hennar og
lífsstarf. Árið 1918 giftist hún Haraldi Níelssyni prófessor í guðfræði, sem
þá var ekkjumaður með fimm böm. Þau eignuðust tvö börn saman, en Har-
aldur lést árið 1928. Hún lést á Akureyri árið 1974, 87 ára að aldri.
Hér verður fjallað um trúarreynslu og trúarskoðanir þessarar merku konu
og þátt þeirra í mótun lífsskoðana hennar og afskipta af samferðamönnum.
í þessari grein eru engin tök á því að gera víðtækum félagsstörfum hennar
skil öðrum en þeim sem tengdust guðspekihreyfingunni, og verður það að
bíða betri tíma, en því er haldið fram hér, að rætur þeirra liggja í persónu-
legri trúarsögu hennar.
Stúlka vill frelsi
Aðalbjörg var einkabarn foreldra sinna Sigurðar bónda Ketilssonar (1848-
1899) og Sigríðar Einarsdóttur (d. 1929). Sigurður tók við búi föður síns í
Miklagarði, sem var ágæt bújörð með myndarlegum húsakosti að þeirra
tíma mælikvarða. Um tíma bjuggu þar einnig búi sínu systkini hans Krist-
inn og Sigríður ásamt mökum sínum og bömum. Sigríður átti tvær dætur
með Jóni manni sínum, Sigríði sem var nokkrum árum eldri en Aðalbjörg
og Jakobínu sem var á sama aldri og hún og tókst með þeim náin vinskap-
ur eins og síðar verður um getið. Kristinn bjó aðeins fá ár í Miklagarði en
hann átti fjóra drengi á svipuðu reki og Aðalbjörg og með þeim og Aðal-
björgu tókst góð samstaða og samheldni. Hallgrímur var elstur. Hann stund-
aði nám við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og varð leiðtogi samvinnu-
hreyfingarinnar og forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Sigurður
og Aðalsteinn fetuðu í fótspor elsta bróður síns en Jakob nam guðfræði og
var um tíma prestur meðal Islendinga í Vesturheimi og síðar kennari og
skólastjóri á Islandi og forseti Guðspekifélagsins.
Frændsystkinin ólust upp í umhverfi, sem mótað var af framfarahug og
áhuga á þjóðmálum. Alþýðan var með tilstyrk samtakamáttar síns að brjót-
ast undan aldagróinni kyrrstöðu og ægivaldi embættismanna og danskra
kaupmanna. Frelsishugsjónir gripu hugi fólksins, einkurn ungu kynslóðar-
38