Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 40

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 40
Aðalbjörg Sigurðardóttir fæddist 10. janúar árið 1887 að Miklagarði í Eyja- firði og að henni stóður eyfirskir og þingeyskir ættstofnar. Hún kom víða við sögu á opinberum vettvangi og starfaði af fádæma atorku að félagsmál- um á langri og viðburðarríkri ævi sinni. Þekktust hefur hún orðið fyrir bar- áttu sína fyrir réttindum kvenna og barna. Hún beitti sér fyrir umbótum í uppeldis- og skólamálum, sem voru í hennar huga sjálfsagður liður í al- mennum mannúðar- og velferðarmálum. Hún lét einnig trúmál til sín taka og átti sjálf merkilega reynslu á því sviði sem mótaði persónu hennar og lífsstarf. Árið 1918 giftist hún Haraldi Níelssyni prófessor í guðfræði, sem þá var ekkjumaður með fimm böm. Þau eignuðust tvö börn saman, en Har- aldur lést árið 1928. Hún lést á Akureyri árið 1974, 87 ára að aldri. Hér verður fjallað um trúarreynslu og trúarskoðanir þessarar merku konu og þátt þeirra í mótun lífsskoðana hennar og afskipta af samferðamönnum. í þessari grein eru engin tök á því að gera víðtækum félagsstörfum hennar skil öðrum en þeim sem tengdust guðspekihreyfingunni, og verður það að bíða betri tíma, en því er haldið fram hér, að rætur þeirra liggja í persónu- legri trúarsögu hennar. Stúlka vill frelsi Aðalbjörg var einkabarn foreldra sinna Sigurðar bónda Ketilssonar (1848- 1899) og Sigríðar Einarsdóttur (d. 1929). Sigurður tók við búi föður síns í Miklagarði, sem var ágæt bújörð með myndarlegum húsakosti að þeirra tíma mælikvarða. Um tíma bjuggu þar einnig búi sínu systkini hans Krist- inn og Sigríður ásamt mökum sínum og bömum. Sigríður átti tvær dætur með Jóni manni sínum, Sigríði sem var nokkrum árum eldri en Aðalbjörg og Jakobínu sem var á sama aldri og hún og tókst með þeim náin vinskap- ur eins og síðar verður um getið. Kristinn bjó aðeins fá ár í Miklagarði en hann átti fjóra drengi á svipuðu reki og Aðalbjörg og með þeim og Aðal- björgu tókst góð samstaða og samheldni. Hallgrímur var elstur. Hann stund- aði nám við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og varð leiðtogi samvinnu- hreyfingarinnar og forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Sigurður og Aðalsteinn fetuðu í fótspor elsta bróður síns en Jakob nam guðfræði og var um tíma prestur meðal Islendinga í Vesturheimi og síðar kennari og skólastjóri á Islandi og forseti Guðspekifélagsins. Frændsystkinin ólust upp í umhverfi, sem mótað var af framfarahug og áhuga á þjóðmálum. Alþýðan var með tilstyrk samtakamáttar síns að brjót- ast undan aldagróinni kyrrstöðu og ægivaldi embættismanna og danskra kaupmanna. Frelsishugsjónir gripu hugi fólksins, einkurn ungu kynslóðar- 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.