Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 41
innar, sem vildi breytingar og bættan hag. Þessi frændsyskini völdust í for-
ystusveit þeirra félagshreyfinga, sem báru hugsjónir aldamótakynslóðarinn-
ar fram til sigurs. Aðalbjörg þráði mjög að menntast en faðir hennar var
sjúkur og efnin lítil og ekki um annað að ræða fyrir hana en að fara að vinna
fyrir sér strax sem unglingur. Þekkingarþorsti hennar var óslökkvandi og
fyrstu kynni hennar af misrétti gagnvart konum voru tengdar þessari þrá.
Henni fannst óréttlátt að frændur hennar ættu þess kost að nema við gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal, en hún ekki.
Það særði einnig réttlætiskennd ungu stúlkunnar að það skyldi talið sjálf-
sagt að vinnukonumar þjónuðu vinnumönnunum eftir að komið var heim af
engjum, þar sem þær höfðu unnið við hlið þeirra allan daginn og fengið
minna kaup. Þá beið þeirra það verk að draga vot útifötin af vinnumönnun-
um og sjá til þess að þeir gætu hvílst. Þetta þurfti Kristín fóstra Aðalbjarg-
ar að gera, en með þeim voru miklir kærleikar. Eflaust hefur Aðalbjörg
snemma farið að ræða við fóstru sína um stöðu kvenna á heimilunum og í
samfélaginu yfirleitt.
Þegar Aðalbjörg var 10 ára gaf Kristín henni áskrift að fyrsta íslenska
kvennablaðinu, Framsókn, og hún hélt áfram að fá það árin þar á eftir og
hún fylgdist vel með umræðum um kvenréttindi um aldamótin 1900, þegar
þau mál öll voru mjög í deiglunni. Aðalbjörgu sveið það, að konum virtist
ekki annar vegur fær úr vinnukonustéttinni en hjónabandið. Minntist hún í
erindi seinna á ævinni á það að hún heyrði óvart á tal Kristínar fóstru sinn-
ar og vinkonu hennar, sem var nýgift. Vinkonan hafði notið brúðkaupsins
og veislunnar og alls þess sem henni fylgdi og hún kunni vel við sig í stöðu
húsfreyjunnar. Það var aðeins einn hængur á - og það var karlinn sem fylgdi
með í kaupunum.1
Aðalbjörg var ekki nema 13 ára gömul þegar hún reið um sveitina sína
til að safna undirskriftum til stuðnings kröfunnar um jafnan kosningarétt
karla og kvenna.2 A heimilið komu öll stjómmálablöðin vegna þess að
bændumir í sveitinni skipulögðu áskrift sína þannig og létu blöðin ganga
milli bæja. Sérstaklega hreifst hún af skrifum þeirra Einars Benediktssonar
í Dagskrá og Þorsteins Erlingssonar í Bjarka. Hún las einnig skrif Jóns
Ólafssonar, sem var ritstjóri Þjóðólfs og fleiri blaða, þótt hún væri ósam-
mála honum, og fylgdist með ritdeilunum, þar sem þessir ritstjórar settu
fram ólíkar skoðanir og brýndu rök sín með því að færa þau í fagran bún-
1 Aðalbjörg Sigurðardóttir. í vikulokin. Útvarpsviðtal við Jónas Jónasson 10. október 1965.
2 Morgunblaðið 10. janúar 1967.
39