Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 41
innar, sem vildi breytingar og bættan hag. Þessi frændsyskini völdust í for- ystusveit þeirra félagshreyfinga, sem báru hugsjónir aldamótakynslóðarinn- ar fram til sigurs. Aðalbjörg þráði mjög að menntast en faðir hennar var sjúkur og efnin lítil og ekki um annað að ræða fyrir hana en að fara að vinna fyrir sér strax sem unglingur. Þekkingarþorsti hennar var óslökkvandi og fyrstu kynni hennar af misrétti gagnvart konum voru tengdar þessari þrá. Henni fannst óréttlátt að frændur hennar ættu þess kost að nema við gagn- fræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal, en hún ekki. Það særði einnig réttlætiskennd ungu stúlkunnar að það skyldi talið sjálf- sagt að vinnukonumar þjónuðu vinnumönnunum eftir að komið var heim af engjum, þar sem þær höfðu unnið við hlið þeirra allan daginn og fengið minna kaup. Þá beið þeirra það verk að draga vot útifötin af vinnumönnun- um og sjá til þess að þeir gætu hvílst. Þetta þurfti Kristín fóstra Aðalbjarg- ar að gera, en með þeim voru miklir kærleikar. Eflaust hefur Aðalbjörg snemma farið að ræða við fóstru sína um stöðu kvenna á heimilunum og í samfélaginu yfirleitt. Þegar Aðalbjörg var 10 ára gaf Kristín henni áskrift að fyrsta íslenska kvennablaðinu, Framsókn, og hún hélt áfram að fá það árin þar á eftir og hún fylgdist vel með umræðum um kvenréttindi um aldamótin 1900, þegar þau mál öll voru mjög í deiglunni. Aðalbjörgu sveið það, að konum virtist ekki annar vegur fær úr vinnukonustéttinni en hjónabandið. Minntist hún í erindi seinna á ævinni á það að hún heyrði óvart á tal Kristínar fóstru sinn- ar og vinkonu hennar, sem var nýgift. Vinkonan hafði notið brúðkaupsins og veislunnar og alls þess sem henni fylgdi og hún kunni vel við sig í stöðu húsfreyjunnar. Það var aðeins einn hængur á - og það var karlinn sem fylgdi með í kaupunum.1 Aðalbjörg var ekki nema 13 ára gömul þegar hún reið um sveitina sína til að safna undirskriftum til stuðnings kröfunnar um jafnan kosningarétt karla og kvenna.2 A heimilið komu öll stjómmálablöðin vegna þess að bændumir í sveitinni skipulögðu áskrift sína þannig og létu blöðin ganga milli bæja. Sérstaklega hreifst hún af skrifum þeirra Einars Benediktssonar í Dagskrá og Þorsteins Erlingssonar í Bjarka. Hún las einnig skrif Jóns Ólafssonar, sem var ritstjóri Þjóðólfs og fleiri blaða, þótt hún væri ósam- mála honum, og fylgdist með ritdeilunum, þar sem þessir ritstjórar settu fram ólíkar skoðanir og brýndu rök sín með því að færa þau í fagran bún- 1 Aðalbjörg Sigurðardóttir. í vikulokin. Útvarpsviðtal við Jónas Jónasson 10. október 1965. 2 Morgunblaðið 10. janúar 1967. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.