Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 42
ing íslenskrar tungu.3 Þegar hún fór að hugsa um stjómmál fann hún það
strax að hún átti samleið með Landvamarmönnum sem lengst vildi ganga í
sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Hún tileinkaði sér frelsishugsjónir aldamó-
takynslóðarinnar þannig, að hún samþætti einstaklingshyggju og félags-
hyggju. Hún lagði þann skilning í frelsi mannsins að í því fælist annars veg-
ar það að vera frjáls og sjálfstæður sem einstaklingur og hins vegar að vera
virkur þátttakandi í umbótastarfi fyrir heildina - þjóðarheild sem væri sjálf-
stæð með fullt vald yfir eigin málum, innri sem ytri. í slíku uinhverfi fannst
henni einstaklingseðlið njóta sín best.
Aðalbjörg fékk að lifa það ung kona í blóma lífsins að árangur náðist í
kvenréttindabaráttunni. Hún var 24 ára þegar Alþingi samþykkti lög um
jafnan rétt karla og kvenna til náms og til embætta á vegum ríkisins. Tveim-
ur árum seinna samþykkti Alþingi lög um kosningarétt og kjörgengi kvenna
til Alþingis og sveitarstjóma, en ekki nægði það Aðalbjörgu því að þessi
réttur var bundinn við 40 ára aldur. Fullt jafnrétti að þessu leyti fengu kon-
ur um leið og sjálfstæði íslands var staðfest árið 1918 og var það ár mikið
merkisár í lífi Aðalbjargar eins og síðar verður greint frá. En bjöminn var
ekki unninn og við tók þrotlaust félagsstarf til að vekja konur til vitundar
um mannréttindi sín og samtakamátt, sem þær skyldu virkja þjóðarheildinni
til hagsbóta. Þarfir húsmæðranna voru liður í þessari baráttu og um leið vel-
ferð barnanna.
Aðalbjörg var gædd góðum námsgáfum og með viljastyrk og iðni tókst
henni að afla sér staðgóðrar hagnýtrar menntunar. Tíu ára fékk hún að fara í
tveggja vetra kvennaskóla á Akureyri. Eftir fyrri veturinn tók hún sér tveggja
vetra hlé og lauk skólanuin 13 ára. Eftir það lá ekkert annað fyrir henni en
að fara í kaupavinnu. Á þessum árum var hún staðráðin í því að giftast ekki.
Hún vildi verða sjálfstæð - ráða sér sjálf að öllu leyti.4 Tólf ára að aldri
missti Aðalbjörg föður sinn. Arfinn eftir hann, 300 krónur, fékk hún borgað-
an út í peningum og þá notaði hún til þess að afla sér meiri menntunar. Ekki
er ólíklegt, að Sigurður Ketilsson hafi ráðið þessu og mælt svo fyrir um áður
en hann lést að hún fengi arfshluta sinn strax. Hún hóf nám við kennaraskól-
ann í Flensborg í Hafnarfirði og þaðan lauk hún prófi vorið 1905. Eftir það
lá leiðin í Hvítárvallaskóla í Borgarfirði, þar sem hún lærði rekstur rjóma-
búa, til þess eins og hún segir í blaðaviðtali, að „hafa vinnu jafnt sumar sem
vetur.“ 5 Hún vildi ekki þurfa að vinna fyrir sér sem kaupakona á sumrin.
3 Aðalbjörg Sigurðardóttir. f vikulokin. 1965.
4 Aðalbjörg Sigurðardóttir. í vikulokin. 1965.
5 Morgunblaðið 10. janúar 1967.
40