Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 42
ing íslenskrar tungu.3 Þegar hún fór að hugsa um stjómmál fann hún það strax að hún átti samleið með Landvamarmönnum sem lengst vildi ganga í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Hún tileinkaði sér frelsishugsjónir aldamó- takynslóðarinnar þannig, að hún samþætti einstaklingshyggju og félags- hyggju. Hún lagði þann skilning í frelsi mannsins að í því fælist annars veg- ar það að vera frjáls og sjálfstæður sem einstaklingur og hins vegar að vera virkur þátttakandi í umbótastarfi fyrir heildina - þjóðarheild sem væri sjálf- stæð með fullt vald yfir eigin málum, innri sem ytri. í slíku uinhverfi fannst henni einstaklingseðlið njóta sín best. Aðalbjörg fékk að lifa það ung kona í blóma lífsins að árangur náðist í kvenréttindabaráttunni. Hún var 24 ára þegar Alþingi samþykkti lög um jafnan rétt karla og kvenna til náms og til embætta á vegum ríkisins. Tveim- ur árum seinna samþykkti Alþingi lög um kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis og sveitarstjóma, en ekki nægði það Aðalbjörgu því að þessi réttur var bundinn við 40 ára aldur. Fullt jafnrétti að þessu leyti fengu kon- ur um leið og sjálfstæði íslands var staðfest árið 1918 og var það ár mikið merkisár í lífi Aðalbjargar eins og síðar verður greint frá. En bjöminn var ekki unninn og við tók þrotlaust félagsstarf til að vekja konur til vitundar um mannréttindi sín og samtakamátt, sem þær skyldu virkja þjóðarheildinni til hagsbóta. Þarfir húsmæðranna voru liður í þessari baráttu og um leið vel- ferð barnanna. Aðalbjörg var gædd góðum námsgáfum og með viljastyrk og iðni tókst henni að afla sér staðgóðrar hagnýtrar menntunar. Tíu ára fékk hún að fara í tveggja vetra kvennaskóla á Akureyri. Eftir fyrri veturinn tók hún sér tveggja vetra hlé og lauk skólanuin 13 ára. Eftir það lá ekkert annað fyrir henni en að fara í kaupavinnu. Á þessum árum var hún staðráðin í því að giftast ekki. Hún vildi verða sjálfstæð - ráða sér sjálf að öllu leyti.4 Tólf ára að aldri missti Aðalbjörg föður sinn. Arfinn eftir hann, 300 krónur, fékk hún borgað- an út í peningum og þá notaði hún til þess að afla sér meiri menntunar. Ekki er ólíklegt, að Sigurður Ketilsson hafi ráðið þessu og mælt svo fyrir um áður en hann lést að hún fengi arfshluta sinn strax. Hún hóf nám við kennaraskól- ann í Flensborg í Hafnarfirði og þaðan lauk hún prófi vorið 1905. Eftir það lá leiðin í Hvítárvallaskóla í Borgarfirði, þar sem hún lærði rekstur rjóma- búa, til þess eins og hún segir í blaðaviðtali, að „hafa vinnu jafnt sumar sem vetur.“ 5 Hún vildi ekki þurfa að vinna fyrir sér sem kaupakona á sumrin. 3 Aðalbjörg Sigurðardóttir. f vikulokin. 1965. 4 Aðalbjörg Sigurðardóttir. í vikulokin. 1965. 5 Morgunblaðið 10. janúar 1967. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.