Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 44
fyrirgreiðslu Halldóru skólastýru. Var það upphafið að tíðum utanlandsferð- um Aðalbjargar, sem farnar voru til kynningar og fræðslu og til að vera ful- trúi Islands á ýmsum fundum og ráðstefnum, sem snertu störf hennar og áhugamál. Hún fór til Englands árið 1921 þar sem hún kynnti sér m.a. skólastarf í anda ftalska læknisins og uppeldisfræðingsins Maríu Montess- ori. Áður hafði hún kynnt sér kenningar hennar því hún hafði þá þegar skrif- að greinar og flutt erindi um þær. Uppeldisfræði Montessori á ýmsa snertifleti við mannskilning og þróunarhugsun guðspekinnar. Montessori lagði áherslu á einstaklingsbundna fræðslu og þjálfun, þar sem hlúð væri að eðlislægum hæfileikum og athafnaþrá bamanna sjálfra. Frumkvæði og sjálfsvitun bamsins var virkjuð til að þroska hugsun þess og þjálfa hæfni þess í lausn hagnýtra vandamála. Einnig var hugað að persónuþroska og fé- lagsþroska einstaklingsins og getu hans til að velja og hafna, jafnframt því sem skýr mörk voru ekki dregin á milli náms og leiks.6 Dulspekingur barn að aldri Aðalbjörg var ekki gömul þegar hún fékk áhuga á því sem kallað er dulræn fyrirbæri. Hún glímdi við trúarleg viðfangsefni og snemma fann hún hjá sér þörf til að taka ákveðna og persónulega afstöðu til guðfræðilegra álitamála. Hún var sérstaklega hænd að föður sínum og viðhorf hans og viðmót höfðu mikil áhrif á hana. Hann hafði verið nemandi við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og var áhugasamur um stjórnmál og hugsaði um trúmál og deildi skoðunum sínum með dóttur sinni. Hann trúði henni jafnvel fyrir efa- semdum sínum í sambandi við kenningar kirkjunnar, ekki síst við kenning- una um eilífa útskúfun fordæmdra eins og hún var túlkuð í Helgakveri. Þessar efasemdir hafði hann eftir nágrannapresti að sögn Aðalbjargar og hefur það ábyggilega verið séra Matthías Jochumsson, sem varð prestur á Akureyri árið 1886 og fyrstur presta á þessum slóðum til að viðra slíkar hugmyndir. Þegar Aðalbjörg á gamals aldri lætur hugann reika til bemsku sinnar og uppeldis minnist hún föður síns. í útvarpsviðtali árið 1966 sagði hún: Maður var ekki óhlýðinn í þá daga. Það kom ekki til greina. En það sem mér hefur dugað sem virkileg stoð í lífinu - það er minningin um hann föður minn. Hann var svo grandvar maður, að ég heyrði aldrei út af hans munni orð sem gætu sært eiginlega nokkurn mann. Ekki nokkurt styggðaryrði eða 6 Myhre 2001: 180-85. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.