Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 53
linginn sáttari við sjálfan sig og lífið, gerir hann hamingjusamari og hæfari
til að takast á við sjálfan sig og þau verkefni sem lífið færir honum. Slík
reynsla losar um bælingu og þráhyggju, opnar mönnum nýja möguleika og
getur leyst úr læðingi þrek og hugdirfsku til þess að leysa viðfangsefni sem
áður voru óviðráðanleg.26 Athuganir hafa leitt í ljós að mýstikerar eiga það
oft sameiginlegt að hafa misst eða fjarlægst foreldra sína á unga aldri.27Þetta
á við um Aðalbjörgu eins og áður hefur verið greint frá og einnig um ung-
an indverskan dreng af Brahmínaætt, Jiddu Krishnamurti.28 Hann átti eftir
að koma mjög við sögu Aðalbjargar.
Aðalbjörg heillast af alheimsfræðara
Alþjóðleg miðstöð guðspekihreyfingarinnar var í borginni Adyar á Indlandi
og dvöldust leiðtogar hreyfingarinnar lönguin þar. Einkum átti þetta við um
frú Annie Besant, sem varð leiðtogi hreyfingarinnar eftir daga frú Blavat-
ský. Liður í bjartsýnni trú guðspekisinna á framþróun andans og kærleikans
í heiminum var hugmyndin um komu mannkynsfræðarans, hinnar æðstu
veru, sem tæki sér bústað meðal mannanna, í líkama af holdi og blóði. Þeir
lögðu áherslu á að nú væri mannkynið móttækilegra fyrir boðskapinum um
kærleiksrrkan guð en á dögum Jesú Krists. Hér komu saman austrænar hug-
myndir um endurholdgun og kristnar hugmyndir um endurkomu Krists. Því
var haldið fram, að nú yrði mannkynsfræðarinn ekki harmkvælamaður og
tákn hans yrði ekki krossinn, aftökutækið, eins og fyrir tæpum tvö þúsund
árum heldur velmegun og hamingja.
Annie Besant og aðrir áhrifamiklir leiðtogar guðspekihreyfingarinnar
höfðu augun hjá sér og leituðu að þeim einstaklingi, sem útvalinn væri til að
takast á hendur messíasarhlutverkið. Besant taldi sig hafa fengið vitrun um, að
ungur indverskur drengur af Brahmínaættum hefði orðið fyrir valinu sem nýr
bústaður kristsvitundarinnar. Hann var fæddur árið 1895 og fékk nafnið Jiddu
Krishnamurti. Hann missti móður sína tíu ára að aldri eins og áður sagði. Fað-
ir hans, sem var rétttrúaður Brahmíni, afsalaði sér uppeldisréttinum yfir
drengnum til Annie Besant og gekk hún honum í móður stað. Arið 1911 stofn-
uðu forsvarsmenn guðspekinga félagið Stjarnan í austri til þess að undirbúa
heiminn undir komu mannkynsfræðarans og var meiningin að hann yrði odd-
26 Hermanson 1999:154-160.
27 Geels 2003:249.
28 Aberbach 1996: 45-57.
51