Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 54

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 54
viti þess í fyllingu tímans. Leiðtogar félagsins fylgdust vel með þroska drengs- ins og tóku að ráða í það hvemig og hvenær Kristur mundi opinberast í hon- um. Hann hafði greinilega persónutöfra og látlaus og fáguð framkoma hans heillaði fólk. Margir sögðu frá sterkum andlegum áhrifum í návist hans og sumir upplifðu tákn og kraftaverk. Fólk sagði frá persónulegri reynslu, sem það varð fyrir í návist hans sem svipar til lýsinga á frelsun og trúarlegu aftur- hvarfí. Hugur þess hreinsaðist af illum hugsunum og hvötum og það eignaðist nýja, kærleiksríka og bjarta lífssýn. I augum margra bar siðferði hans vitni um mannlega fullkomnun og framkoma hans einkenndist af auðmýkt og kærleika til annarra. Flestir vom sammála um, að það væri eitthvað heilagt í fasi hans og framkomu, enda höguðu ráðgjafar hans og leiðbeinendur allri umgjörð um hann og starf hans á þann veg að hún væri sæmandi birtingu guðdómsins. Sérstök mót og ráðstefnur voru haldnar þar sem guðspekisinnar komu saman til íhugana og fræðslu. Þegar Krishnamurti fékk aldur og þroska til tók hann virkan þátt í þessum samkomum og flutti ávörp og fyrirlestra, sem yfirleitt voru ljóðrænar íhuganir og óræðir spádómar sem túlka mátti sem guðlegan boðskap.29 Félagið eignaðist herragarð í Ommen í Hollandi og þar varð miðstöð þess í Evrópu. Þar voru haldin árleg mót, eða tjaldbúðasam- komur, og sóttu þangað þúsundir manna hvaðanæva úr heiminum. Aðalbjörg heillaðist af hugmyndunum um komu mannkynsfræðarans og hún sannfærðist um messíasarhlutverk Krishnamurtis - að hann væri sá sem Annie Besant hafði vonast til að hann yrði, alheimsfræðarinn. Hún skrifar í grein árið 1929: Ég töfraðist af yndisleik hans og kærleiksmagni, lífið fylltist nýjum unaði, varð að undurfögru ævintýri, jörðin að Paradís, þar sem allt lifandi lék sam- an í friði og eindrægni.30 Aðalbjörg var óþreytandi við að kynna málstað félagsins og drífandi kraft- ur á bak við útgáfustarfsemina. Ræður og ritgerðir Krishnamurtis voru þýddar og gefnar út og um nokkurra ára skeið var Jólablað Stjörnunnar í Austri gefið út. Þar birtust ýmsar greinar um mannkynsfræðarann, hlutverk hans og starfsemi og víða leitað fanga í trúarbrögðum og dulrænum fræð- um við útlistun þess. Aðalbjörg sótti reglulega alþjóðlegar samkomur og ráðstefnur á vegum Stjörnunnar í Austri og oftast var einhver lítill hópur með henni frá Islandi. Hún var á ráðstefnunni í Ommen sumarið 1927 og 29 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1928: 45. 30 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1929:113. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.