Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 58
samtímis prestsþjónustu í Grundarþingum, en þangað hafði hann ráðist
prestur árið 1884. Aðalbjörg var heimagangur á heimili hans á Akureyri og
tók miklu ástfóstri við hann og son hans Halldór, sem lést 15 ára gamall
haustið 1915. Aðalbjörg beitti miðilshæfileikum sínum í því skyni að færa
syrgjandi móður hans skilaboð frá syninum. Sonur Aðalbjargar, Jónas H.
Haralz hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, sonur hans og sonarsonur,
bera allir nöfn þessara feðga.
Skáldið sem orti Söknuð
En það voru fleiri sem nutu umhyggju og fyrirbæna Aðalbjargar. Árið 1916
var hún í nánu vinfengi við ungan mann á Akureyri, bláfátækan nema við
Gagnfræðaskólann, Jóhann Jónsson frá Olafsvík, sem var níu árum yngri en
hún. Með þeim takast ástir og ekki er ólíklegt, að Jóhann hafi verið Aðal-
björgu eins konar undanfari Krishnamurtis, sem hún hitti ekki fyrr en árið
1921 eins og áður er komið fram. Hún var frá upphafi ákveðin í því að sam-
band þeirra skyldi ekki leiða til þess að þau gengju í hjónaband, en hún leit
á það sem hlutverk sitt að koma þessum umkomulausa gáfaða unga manni
til mennta svo hann fengi notið þeirra ríkulegu hæfileika sem honum voru í
blóð bornir.
Sjálfsagt hafa fleiri en ein orsök ráðið því að Aðalbjög afskrifaði hjóna-
band með Jóhanni. Þar hefur það ef til vill komið til greina að skáldadraum-
amir, sem áttu svo ríkan þátt í aðdráttarafli hans, gerðu hann ekki vænleg-
an sem barnsföður og fyrirvinnu heimilis. Þá var og hitt að Aðalbjörg vissi
eins og áður hefur verið nefnt að holdsveikin væri smitandi og að maður
gæti borið í sér smitið í allt að 20 ár áður en það kæmi fram. Hún gæti því
sjálf hafa verið smituð án þess að hafa nokkur sjúdómseinkenni. Ást þeirra
var því huglæg og hún magnaðist og styrktist við nánari kynni. Guðspek-
ingar vita vel hve hugástir eru mikils virði, því þar fær hinn andlegi kærleik-
ur að njóta sín einn og hreinn, laus við borgaralegar skyldur, búsorgir,
ábyrgð og kvaðir.
Aðalbjörg mat snilligáfu Jóhanns og skildi tilfinningalíf hans og ást
þeirra var það sem hindraði hið óbeislaða tilfinningalíf hans í að snúast upp
í algjöra sjálfseyðingu. Samband þeirra var djúpt og sterkt og það varð var-
anlegt, ekki síst vegna þess að það varð aldrei líkamlegt, þ.e.a.s. holdlegar
ástir voru ekki á dagskrá, a.m.k. ekki af hálfu Aðalbjargar. En hún dýrkaði
hann og dáði og aldrei elskaði hún neinn mann eins og hann. Jóhann var svo
fátækur að hann átti ekki fyrir mat og fötum. Hann varð heimagangur hjá
Aðalbjörgu og móður hennar og Sigríður Jónsdóttir frænka hennar, sem var
56