Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 58
samtímis prestsþjónustu í Grundarþingum, en þangað hafði hann ráðist prestur árið 1884. Aðalbjörg var heimagangur á heimili hans á Akureyri og tók miklu ástfóstri við hann og son hans Halldór, sem lést 15 ára gamall haustið 1915. Aðalbjörg beitti miðilshæfileikum sínum í því skyni að færa syrgjandi móður hans skilaboð frá syninum. Sonur Aðalbjargar, Jónas H. Haralz hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, sonur hans og sonarsonur, bera allir nöfn þessara feðga. Skáldið sem orti Söknuð En það voru fleiri sem nutu umhyggju og fyrirbæna Aðalbjargar. Árið 1916 var hún í nánu vinfengi við ungan mann á Akureyri, bláfátækan nema við Gagnfræðaskólann, Jóhann Jónsson frá Olafsvík, sem var níu árum yngri en hún. Með þeim takast ástir og ekki er ólíklegt, að Jóhann hafi verið Aðal- björgu eins konar undanfari Krishnamurtis, sem hún hitti ekki fyrr en árið 1921 eins og áður er komið fram. Hún var frá upphafi ákveðin í því að sam- band þeirra skyldi ekki leiða til þess að þau gengju í hjónaband, en hún leit á það sem hlutverk sitt að koma þessum umkomulausa gáfaða unga manni til mennta svo hann fengi notið þeirra ríkulegu hæfileika sem honum voru í blóð bornir. Sjálfsagt hafa fleiri en ein orsök ráðið því að Aðalbjög afskrifaði hjóna- band með Jóhanni. Þar hefur það ef til vill komið til greina að skáldadraum- amir, sem áttu svo ríkan þátt í aðdráttarafli hans, gerðu hann ekki vænleg- an sem barnsföður og fyrirvinnu heimilis. Þá var og hitt að Aðalbjörg vissi eins og áður hefur verið nefnt að holdsveikin væri smitandi og að maður gæti borið í sér smitið í allt að 20 ár áður en það kæmi fram. Hún gæti því sjálf hafa verið smituð án þess að hafa nokkur sjúdómseinkenni. Ást þeirra var því huglæg og hún magnaðist og styrktist við nánari kynni. Guðspek- ingar vita vel hve hugástir eru mikils virði, því þar fær hinn andlegi kærleik- ur að njóta sín einn og hreinn, laus við borgaralegar skyldur, búsorgir, ábyrgð og kvaðir. Aðalbjörg mat snilligáfu Jóhanns og skildi tilfinningalíf hans og ást þeirra var það sem hindraði hið óbeislaða tilfinningalíf hans í að snúast upp í algjöra sjálfseyðingu. Samband þeirra var djúpt og sterkt og það varð var- anlegt, ekki síst vegna þess að það varð aldrei líkamlegt, þ.e.a.s. holdlegar ástir voru ekki á dagskrá, a.m.k. ekki af hálfu Aðalbjargar. En hún dýrkaði hann og dáði og aldrei elskaði hún neinn mann eins og hann. Jóhann var svo fátækur að hann átti ekki fyrir mat og fötum. Hann varð heimagangur hjá Aðalbjörgu og móður hennar og Sigríður Jónsdóttir frænka hennar, sem var 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.