Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 61
Ekki er vafi á því að Aðalbjörg elskaði Jóhann og hún dáði hann sem
skáld. I þeim tilgangi að byggja hann upp og gera hann að betri manni hef-
ur hún ábyggilega opnað hjarta sitt fyrir honum og gert hann að trúnaðar-
manni sínum. Hún trúði syni sínum Jónasi fyrir því löngu seinna að það
hefði verið Jóhann, en ekki Haraldur, sem var rómatíska ástin í lífi hennar.
Ekki eru til heimildir um það að þau Jóhann og Aðalbjörg hafi umgengist
eftir að hún flutti suður til Reykjavíkur og giftist Haraldi.
Minningin um samband þeirra var þó við lýði því á heimilinu var til pó-
esíbók með handskrifuðum ljóðum eftir Jóhann sem Jónas sonur hennar
man eftir. Hún var lesin og í hávegum höfð af Aðalbjörgu, en hefur ekki
komið í leitimar.
Næsta bréf skrifar Jóhann tæpum mánuði seinna og þá hefur fjarlægð
ástvinanna aukið honum innsæi og gefið því vængi orðlistarinnar. Bréfið
ber það með sér að þar er skáld að fæðast. Það er greinilegt að það er sökn-
uðurinn sem á drýgstan þátt í því að vekja og næra skáldgáfu hans.
Nóttina milli 13. og 14. júlí 1917.
Ég held að ég gjöri alveg útaf við mig! Hvemig líst þér á? Ég vaki eins og
syndaselur langt fram á nótt, nótt eftir nótt og í kvöld. Ja, ég ætlaði að sofna
snemma. En hvemig fór? Svona eins og þú sérð. Klukkan 2!- Og pósturinn
fer á morgun! Nú sefur þú líkl. Aðalbjörg mín. Jæja oft fyrr hefi ég talað við
þig sofandi. - Ef til vill er ég hjá þér núna hálfur (!). Hvem er i Stand til at
forklare Livets herlige Mysterier?
Þakka þér þúsund sinnum fyrir bréfið þitt. Það kom til mín með sama fögn-
uð og fyrsti vordagurinn kemur með til bóndans, sem er í þann veginn að
verða heylaus. Gott er sólskin guðs, sem kemur til okkar í gegnum djúp
himnanna! Betra er þó sólskinið sem skín til okkar frá honum í gegnum sál-
ir þeirrar, sem við unnum!
Þú hefur haft guð í höndunum á þér, þegar þú skrifaðir bréfið þitt; en því
miður er eins um það, sem þú segir þar eins og flest annað, sem er gott, það
er aðeins Ideal, - og fjarlægð gefur því ættarmót með himninum. Þegar þú
skrifar um fullvissu þína um að ég muni sigra í þessum heimi - þá skrifar þú
af valdi - en - Aðalbjörg, ég er því miður eitt af veikleikans veikustu böm-
um, óskabam syndanna - og ekkert annnað. Væri ég eins og mynd þín af
mér, væri ég hamingjusamastur allra jarðarinnar barna. En ég er ekki annað
en skugginn af þeirri mynd, það er þessi stóra sorg yfir því öllu saman.
Þegar guð sendi mig inn í heimin var gjöf hans að skilnaði: Veikleikinn!
Hvaðan á mér að koma ljósið, sem bræði klakann - og gjöri hann að vatni,
sem síðar má veita yfir akurinn svo að korn hans vaxi?
Nei, nei — ég er ekki þess megnugur þessa stundina að ræða um þetta. Síðar.
Ég er hálf undrandi yfir þínum Heródesardraum!
Aðalbjörg það er eins og sálir okkar sjeu grónar saman. Það er eins og þær
59