Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 61

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 61
Ekki er vafi á því að Aðalbjörg elskaði Jóhann og hún dáði hann sem skáld. I þeim tilgangi að byggja hann upp og gera hann að betri manni hef- ur hún ábyggilega opnað hjarta sitt fyrir honum og gert hann að trúnaðar- manni sínum. Hún trúði syni sínum Jónasi fyrir því löngu seinna að það hefði verið Jóhann, en ekki Haraldur, sem var rómatíska ástin í lífi hennar. Ekki eru til heimildir um það að þau Jóhann og Aðalbjörg hafi umgengist eftir að hún flutti suður til Reykjavíkur og giftist Haraldi. Minningin um samband þeirra var þó við lýði því á heimilinu var til pó- esíbók með handskrifuðum ljóðum eftir Jóhann sem Jónas sonur hennar man eftir. Hún var lesin og í hávegum höfð af Aðalbjörgu, en hefur ekki komið í leitimar. Næsta bréf skrifar Jóhann tæpum mánuði seinna og þá hefur fjarlægð ástvinanna aukið honum innsæi og gefið því vængi orðlistarinnar. Bréfið ber það með sér að þar er skáld að fæðast. Það er greinilegt að það er sökn- uðurinn sem á drýgstan þátt í því að vekja og næra skáldgáfu hans. Nóttina milli 13. og 14. júlí 1917. Ég held að ég gjöri alveg útaf við mig! Hvemig líst þér á? Ég vaki eins og syndaselur langt fram á nótt, nótt eftir nótt og í kvöld. Ja, ég ætlaði að sofna snemma. En hvemig fór? Svona eins og þú sérð. Klukkan 2!- Og pósturinn fer á morgun! Nú sefur þú líkl. Aðalbjörg mín. Jæja oft fyrr hefi ég talað við þig sofandi. - Ef til vill er ég hjá þér núna hálfur (!). Hvem er i Stand til at forklare Livets herlige Mysterier? Þakka þér þúsund sinnum fyrir bréfið þitt. Það kom til mín með sama fögn- uð og fyrsti vordagurinn kemur með til bóndans, sem er í þann veginn að verða heylaus. Gott er sólskin guðs, sem kemur til okkar í gegnum djúp himnanna! Betra er þó sólskinið sem skín til okkar frá honum í gegnum sál- ir þeirrar, sem við unnum! Þú hefur haft guð í höndunum á þér, þegar þú skrifaðir bréfið þitt; en því miður er eins um það, sem þú segir þar eins og flest annað, sem er gott, það er aðeins Ideal, - og fjarlægð gefur því ættarmót með himninum. Þegar þú skrifar um fullvissu þína um að ég muni sigra í þessum heimi - þá skrifar þú af valdi - en - Aðalbjörg, ég er því miður eitt af veikleikans veikustu böm- um, óskabam syndanna - og ekkert annnað. Væri ég eins og mynd þín af mér, væri ég hamingjusamastur allra jarðarinnar barna. En ég er ekki annað en skugginn af þeirri mynd, það er þessi stóra sorg yfir því öllu saman. Þegar guð sendi mig inn í heimin var gjöf hans að skilnaði: Veikleikinn! Hvaðan á mér að koma ljósið, sem bræði klakann - og gjöri hann að vatni, sem síðar má veita yfir akurinn svo að korn hans vaxi? Nei, nei — ég er ekki þess megnugur þessa stundina að ræða um þetta. Síðar. Ég er hálf undrandi yfir þínum Heródesardraum! Aðalbjörg það er eins og sálir okkar sjeu grónar saman. Það er eins og þær 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.